Segjum sem svo að til væri vél sem gæti sent efni aftur í tímann. Tökum sem dæmi að ég myndi kaupa mér gullmola. Nú tæki ég hann og sendi hann 5 mínútur aftur í tímann á þann stað sem ég var á þá, þá myndi ég eiga 2 gullmola fyrir 5 mínútum og svo einnig sem eftir er. Svo að tímavélar sem gætu sent efni, hluti, lífverur o.s.frv. gætu í raunninni séð fjölfaldað það sem sent er aftur.

Þetta er það sem mér finnst vera það sem bendir til þess að tímaflakk aftur í tímann sé ekki fræðilega mögulegt, en á hinn bóginn með tímaflakk fram í tímann er ekki verið að eyða neinu né fjölfalda heldur auka hraðann sem tíminn lýður í því rúmi (bíll, flugvél, geimskip o.s.frv.) sem ferðast á hinum gífurlega hraða.

Hef ekkert lesið til um tímaflakk, nema þá rétt um fram í tímann, þannig endilega leiðréttið mig ef þetta er bara eitthvað rugl í mér.