Ég leyfi mér að birta þennan texta af visindi2005.is:

Dags: 23.9.2005

Staðsetning: Listasafn Reykjavíkur

Viðburður: Vísindavaka 23. september 2005

Lýsing:

Vísindavaka 23. september 2005

Visindavaka mettir hug og maga
Mættu í Listasafn Reykjavíkur á föstudaginn kl. 17:30 - 21:00

Evrópusambandið hefur tileinkað föstudaginn 23. september vísindamönnum í Evrópu. Afþví tilefni verður efnt fjölmargra atburða í háskólum, rannsóknastofnunum og söfnum víðs vegar í Evrópu og er markmiðið með þessum atburðum að kynna fólkið á bak við rannsóknirnar, ekki síst fyrir ungu fólki og benda á hversu miklir möguleikar eru á starfsvettvangi vísinda og rannsókna.

Af þessu tilefni er Rannís með Vísindavaka í Listasafni Reykjavíkur föstudaginn 23. september þar sem öllum gefst tækifæri til að eiga ,,stefnumót við vísindamann”. Húsið opnar klukkan 17:30 og verður opið til klukkan 21:00.

Vísindamenn frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum munu vera á staðnum, ýmist með tæki og tól sem notuð eru við rannsóknirnar eða þá með dæmi afurðir rannsóknana og spjalla við gesti um starfið í vísindum og nýsköpun. Dæmi um rannsóknir sem kynntar verða eru rannsóknir á sviði sagnfræði, jarðfræði og jarðskjálfta, verkfræði, sjávarlíffræði, tölvunarfræði og líftækni.

Að auki verður hægt að leita svara við mögulegum og ómögulegum spurningum er lúta að vísindum með hjálp Vísindavefjar Háskóla Íslands en starfsmaður vefjarins mun kynna fyrir gestum hvernig vefurinn vinnur og sýna ýmis dæmi.

Þá mun Rannís gera atlögu að staðalímynd vísindamanna, en samkvæmt könnunum um viðhof almennings til vísindamanna telur töluverður hluti almennings að vísindamenn séu oft á tíðum ,,öðru vísi” fólk. Myndin sem iðulega er dregin upp af vísindamann er sérvitringar, gjarnan í hvítum sloppum, félagslega einangraður með engin áhugamál utan rannsóknir sínar. Rannís bregður upp svipmynd af ungum vísindamönnum sem stangast á við viðteknar hugmyndir.

Á næstu 5 árum má reikna með því að 700 þúsund ný störf í rannsóknum skapist í Evrópu til viðbótar við þau störf sem fyrir eru. Ljóst er að mikil samkeppni mun verða um fólk með rannsóknagetu, bæði milli stofnanna og fyrirtækja og á milli landa. Á Vísindavökunni verður kynnt Evrópska rannsóknastafatorgið en það er atvinnumiðlun sem starfrækt er í 27 löndum Evrópu og þjónar einungis vísindamönnum og fjölskyldum þeirra, þeim að kostnaðarlausu.

Til að tryggja að allir finni eitthvað við sitt hæfi á Vísindavökunni mun Glöggur geimvera mæta á Vísindavökuna í boði Vísindaveraldar Húsdýragarðsins og kynna vísindin fyrir yngstu gestunum. Glöggur mun með aðstoð gesta, halda áfram að safna saman vísindalegri þekkingu eða ,,föttum” og framkvæma ýmsar tilraunir, svo sem að hraðamæla gesti með lögreglu-radar.

Kukkan 18:00 kveikjum við síðan á grillinu úti í porti og bjóðum öllum upp á pylsur, djús og kaffi, svo enginn þurfi að flýta sér heim í kvöldmat.