Góðann daginn/kvöld kæri lesandi.

Ég hef verið notandi hérna á huga.is í nokkurn tíma, en er nýlega byrjaður að koma á vefinn daglega og er því stutt síðan ég uppgvötaði snilldina við þennan vef.

Þó hef ég verið að velta því fyrir mér hvernig standi á því að stjörnufræði, sem er líklega ein vinsælasta vísindagreinin í hinum stóra heimi, sé ekki með svæði hérna á huga.is.

Stjörnufræði er að mínu mati ein af sérstökustu vísindagreinum sem þekkjast, þó sérstaklega vegna þess að svo mikill fjöldi annara vísindagreina tengist stjörnufræði á einhvern hátt, og einnig vegna þess að stjörnufræði er elsta vísindagreinin og það má segja að í stjörnufræðini komi nýjar kenningar fram nærri daglega!

Ég hef lengi haft áhuga á stjörnufræði, og fylgst með nýjungum í henni lengi og ég held að mjög margir íslendingar hafi áhuga á stjörnufræði, þó að oft sé sá áhugi leyndur.

Kær kveðja,
okay

Afsakið stafsetningarvillu
Reason is immortal, all else mortal.