Ok, um daginn þegar ég fór í sturtu þá var ég aðeins of heimskur og lokaði hurðinni að baðherberginu(engir gluggar eða neitt svoleiðis), fór svo í heita sturtu og gufan var mjög mikil. Svo allt í einu rann kalt vatn milli skinns og hörunds og mér leið mjög illa, einhvernveginn ógleði, samt mjög skrýtin. Var eins og sjónin væri að hvítna og ég hugsaði bara: Bévítans!

Svo labbaði ég frekar hratt úr sturtunni, opnaði hurðina til að fá mér ferskt loft og settist niður. Mér var hrillilega óglatt og leið asnalega í svona 20 mínútur, ég skalf og var fölur í framan.

Hvað var að mér? Gerist svona þegar það fer að líða yfir mann eða var þetta eitthvað annað?