Ég skrifaði þessa stuttu grein um ævi og störf Lois Pasteur en var ekki alveg viss um hvar ég ætti að setja hana. Vona að hún eigi við hér.

Æviágrip Lois Pasteur.

Louis Pasteur fæddist milli jóla og nýárs árið 1822 en skömmu eftir fæðingu hans flutti fjölskylda hans til Arbois þar sem hann gekk fyrst í skóla.
Árið 1838 var hann sendur í skóla í latneska hverfinu í París þá 16 ára.
Hann giftist Mariu Laurent 29. maí 1847 27 ára gamall.

Uppgötvanir og verk Louisar Pasteur

Louis Pasteur uppgötvaði þýðingu örvera í spillingu matvæla og sýndi fram á að röng gerjun í bjór-og víngerð er af völdum gerla. Hann fann einnig út að sjúkdómar eru af völdum gerla og enn smærri vera, veira sem hann sá reindar ekki.
Hann sagði að að ávallt ætti að sótthreinsa sár og skurði , en þá létust margir af völdum sýkinga, en það var illa séð, sérstaklega af læknum því að Louis Pasteur lærði aldrei læknisfræði.
Hann framleiddi bóluefni gegn hundaæði 1885 en notaði það fyrst í stað aðeins til að lækna hunda.
Árið 1888 var sett á laggirnar stofnum til rannsóknar á hundaæði en þróaðist síðan í allhliða rannsóknarstöð í líffræði.

Louis Pasteur lést 27.september 1895, 73 ára gamall.