Ég verð bara að leyfa ykkur að lesa þetta .. Ég veit að þetta er ekki grein eftir mig en ef þið eruð að lesa þetta þá komst þetta greinilega í gegn .. En hvað um það .. Þá var ég að dúllast eitthvað á vísindavefnum og rakst á þetta undir dálknum “Föstudagssvör”. Þið lesið bara ..

“… - Í skýrslum um dánarorsakir á Íslandi undanfarna fimm áratugi má meðal annars finna ýmiss konar slys og sjúkdóma. Hins vegar er hvergi getið um dánarorsökina “leiðindi í dönskutíma.” Í ljósi þess að á hverju ári sitja þúsundir Íslendinga í dönskutímum mörgum sinnum í viku má því draga þá ályktun að þessi dánarorsök sé sárasjaldgæf og tíðni hennar undir marktæknimörkum.

Eftir stendur reyndar sá möguleiki að dánarorsökin “leiðindi í dönskutíma” sé algeng, en að skólar og heilbrigðisyfirvöld hafi með sér samsæri um að leyna því. Ef um slíkt er að ræða getur vel verið að bæði nemendur og kennarar hrynji niður í dönskutímum og dönskukennsla sé stórhættuleg. Vísindavefurinn lýsir eftir vitnum sem geta gefið vísbendingar um slíkt samsæri og heitir þeim fullum trúnaði .”

Heimildir eru fengnar af vísindavef Háskóla Íslands.