Örlög
(Samhvæmt djöflatrú eru tegundir af djöflum sem heita “Fates” þeir hafa áhrif á örlög)

Í aldana rás hafa menn rökrætt um örlögin. Sumir halda því fram að það sé eitthver guð sem er almáttugur og að hann hafi allt eins og hann vilji. Ef ég væri guð, myndi ég hefja heimsstyrjaldir og skemmta mér konunglega við að horfa á menn drepast, mér væri saman því ég græði á því sjálfur, fæ sálir þeirra og styrki mitt ríki.
Aftur á móti trúi ég á örlög, þó ekki þau að allir hlutir séu áhveðnir fyrirfram, heldur aðeins að allir hlutir gerast eftir kerfi.

Ef litið er fram hjá trúarbrögðum, og fólk sættir sig við hvernig veröldin er, og kemur sér fram úr þessari skel sem það hefur byggt utanum sig (skelin sem segir “heimurinn er svona og því verður ekki breytt”).

Fólk segir “örlög.. það er bara helvítis kjaftæði”. Flestir eru á þeirri skoðun að hlutirnir gerast því við viljum að þeir gerist, semsagt að við ráðum hvað gerist.
Enginn tekur það til greina að hlutir gerast út af því sem undan fór.

Við ölumst öll upp við mismunandi aðstæður. Og þar af leiðandi hugsum við öll öðruvísi. Okkur finnst við hafa sjálfstæða hugsun, því þeir sem eru í kringum okkur hugsa ekki eins og við. Ef allir hafa sjálfstæða hugsun, og þú myndir ferðast aftur í tímann, þá myndi enginn atburður fara eins og þú þekkir hann. Því allir myndu taka mismunandi áhvarðanir.

Fræg er sú kenning, að ef þú ferð aftur í tímann og breytir eitthverju, þá hefur það áhrif á framtíðina. Ef þú ferðast aftur í tímann, afhverju þarftu að breyta eitthverju til þess að framtíðin breytist? Ef allir hafa sjálfstæða hugsun, og allir eru óútreyknanlegir, hví heldur atburðarrás veruleikas áfram á þeirri leið sem hún var, aftur og aftur og aftur, sama hversu oft það er horft á hana. Jú, hún gerir það sökum þess, að ekkert hafði áhrif á hana. Komir þú inn í þessa atburðarrás og breytir henni, verður það til þess að hún breytist því þér var aldrei ætlað að koma.

Allt í heiminum, persónur, hormónar (sem hafa áhrif á skap (sem hefur áhrif á hugsun)), hlutir, ljós, osf.v, þetta er allt búið til úr orku.
Menn og dýr eru ekkert nema orka. Ef þú setur orku í tómarúm, þar sem er ekkert, engin önnur orka, þá ætti þessi orka að fá að vera afskiftalaus og myndi ekki hreyfast úr stað. Hví?, jú það þarf orku til að hreyfa orku.

Engin orka áhveður bara einn góðan veðurdag “núna ætla ég að fara X vegarlengd til hægri”, hlutirnir virka ekki þannig.

Þar sem maðurinn og dýr eru ekkert nema orka, þá hlítur hann að stjórnast alfarið af annari orku (t.d umhverfi og persónum.)
Þegar þú varst lítil(l) var þér sagt að leika þér ekki að matnum, þetta er gott dæmi um að önnur orka hafði áhfir á þína orku með tilfinningum (sem eru ekkert annað en orka).

Við erum orka, við höfum áhrif á orku, og orka hefur áhrif á okkur.
Orka hefur ekki áhrif á sjálfan sig, þar af leiðandi getur hún ekki verið sjálfstæð og óútreyknanleg.

Fæstir gera sér grein fyrir þessu kerfi, því það er of flókið.

Svo hvernig tengist þetta örlögum? Jú, sé nógu mikil þekking fyrir stafni, þá er hægt að reykna út allt sem orka á eftir að gera, og hvað hún hefur gert.

Er hægt að reykna út hvað hefur gerst?

Dæmi A:
Tölvur geta reyknað skákir afturábak. Þær geta reyknað úr stöðu plánetunnar fyrir mörg þúsundum ára, stöðu meginlanda osf.v.

Sér tölvan aftur í tímann? Já!

Dæmi C:
Maður sem fer í pool og kann ekki stærðfræði, skýtur bara kúlunni eitthvað.
Ef tölva sem horfir á, kann stærðfræði, og getur reyknað út frá þessum 18 littlu punktum á pool borðinu, og sér hvaða gráðu boltanum verður skotið í, og hvar verður skotið í boltann, gæti hún sagt strax um, um leið og kjuðinn lendir á boltanum, allar hreifingar boltanns á borðinu, og hreifingar allra annara kúlna á borðinu.

Sér tölva í framtíðina?
Ef strangt er tekið til orðana.. Já! Tölvan sá í framtíðina, hún vissi örlög kúlunnar.


Ef A = Fortíðin
Ef B = Nútíðin
Ef C = Framtíðin

Þá gengur eftirfarandi alltaf upp:
A > B = C
A = B < C
(“< >” eru ekki stærðfræðitákn heldur bendlar.)



Ég er opin fyrir öllum svörum & gagnríni.
Neihvæðri sem jáhvæðri.