Og nú styttist enn! Góðan daginn kæri lesandi.

Núna styttist enn í að Cassini geimkanninn muni koma að Satúrnus og má búast við honum þangað eftir um það bil 2 ár.

Cassini kanninn, sem er einn af umdeildustu geimkönnum sem NASA/ESA hafa sent úr hefur svo sannarlega staðið fyrir sínu. Cassini kanninn gerði mjög góðar kannanir á Júpíter og náði mörgum mjög fallegum myndum og mjög mikilvægum gögnum og fann meira að segja einhver tungl þó að Galileo kanninn væri búinn að vera þarna í einhvern tíma.

Cassini kanninn er þó ekki á leiðini þangað heldur til plánetunar Satúrnusar eins og hefur komið fram áður.
Cassini er með innanborðs mjög háþróaðan droppara (veit ekki hvað þetta kallast, það sem fer inn í andrúmsloft annara pláneta/tungla) sem á að sleppa inn í andrúmsloft Titans. Þessi kanni á reyndar part í nafni aðalkannans enda kallast Cassini mun meira en bara Cassini, nefnilega Cassini-Huygenis missionið.

Við bíðum öll spennt þangað til 1. Júlí 2004 þegar Cassini mun fara um sporgbaug Satúrnusar og loksins munu vera gerðar rannsóknir á þessari stórkostlegu plánetu, bæði fagurfræðilega séð og vísindalega séð.

Satúrnus er næst stærsta plánetan í sólkerfinu okkar og var lengi haldið að hún væri með flest tungl þó að Úranus og Júpíter séu reyndar báðar farnar fram úr hvað varðar tunglafjölda. En Satúrnus hefur þessa fallegu hringi sem munu reyndar fara að fara innan fárra ára. (Fárra ára jarðfræðilega séð) En það er svo sem í lagi, Júpíter verður kominn með sett þá og ég verð löngu dauður (og já, líka þú).

Heimasíða JPL* (þeir sem sjá um Cassini verkefnið, Galileo Verkefnið, Voyager, Pioneer o.s.frv.) er að finna <a href="http://www.jpl.nasa.gov">hérna</a>

Jæja, ég læt þetta nægja fyrir daginn í dag.

Kveðja,
Ómar K.
Cassini

*Jet Propulsion Laboratory
Heimasíða: www.jpl.nasa.gov
Afsaka stafsetningarvillur…ekki kommenta á þær takk.
Reason is immortal, all else mortal.