Þegar litið er á manninn sem einn af þáttum alheimsdeildarinnar, og þessi þáttur er rannsakaður eins og fyrirbæri hins ytri heims.

Þessi aðferð krefst lýsingar á alheimi, eins og heili mannsins skynjar hann og skilur. Ef þessi lýsing er nógu víðtæk, hlýtur maðurinn að hkoma þar til greina, og myndin sem fæst með þessu móti, ætti að gera oss unt að velja honum sæti þar sem honum ber. Til allrar ógæfu verðum vér að taka þá staðreynd til greina, að það er hugsunin, sem býr til þessa mynd; hún er þess vegna komin undir byggingu heilans, skynfæra-kerfinu, sem stur oss í samband við ytri heiminn og háð starfsháttum rökréttrar hugsunar, sem útskýringar vorar á beinum skynjana-athugunum eiga rætur að rekj atil.


Vér höfum einnig minnzt á starfshætti rökréttra hugsana. Margt fólk lítur ranglega svo á, að jþessir stafrfshættir séu óskeikulir, að rökrétt ályktuin, og þó enn þ´afremur stærðfræðileg ályktun, sé óhjákvæmilega “sönn”. Þessu er þó ekki alltaf svo farið. Vér verðum að vara oss á hugsanagangi manna vegna þess, að í fyrsta lagi vakna hugsanir og vegna skynáhrifa, eða þá í öðru lagi sökum athugunar, sem reist er á svonefndri “heilbrigðri” skynsemi.
En nú er hægt að reiða sig á heilbrigða skynsemi: Það er heilbrigð skynsemi, sem kemur oss til að líta þannig á, að jörðin sé flöt, að tvær lóðlínur séu alls staðar með jöfnu millibili (en hvor um sig stefnir eigi að síður að miðdepli jarðar og þær mynda þess vegna horn); að hreyfing eftir beinni línu eigi sér stað, en það er algerlega rangt, því að við verðum ekki aðeins að taka til greina snúning jarðar um möndul sinn og ársbraut hennar umhverfis sólina, heldur og hreyfing alls sólkerfisins í áttina til stjörnumerkisins Herkúlesar, o. s. frv.

Ef þess vegna uppharfsatriðið, forsenda rökleiðslunnar, er röng, þá hlýtur, frá rökfræðilegu sjónarmiði, ályktunin einnig að vera röng.

Vegna þess, að vér höfum engin önnur ráð til þess að þekkja náttúruna og lýsa henni en þau, sem skilningarvit vor og rökleiðslu-hæfielikar – þ. e. heilafrumurnar – láta oss í té, verðum vér að vera fram úr hófi varkárir. Vér megum aldrei gleyma afstæði myndarinnar, sem vér gerum, afstæði hennar til tækisins, sem skrásetur, mannsins.
Frá sjónarmiði efnisins erum vér þess vegna knúðir til að skoða aðalundanfara fyrirbæris sem orsök þess. En frá sjónarmiði reynslunnar er þetta ekki annað en röð fyrirbæra í tímanum. Samt sem áður veitir þetta ekki fullnægjandi skýring, því að það takmarkar með sérstæðum hætti gildið, sem vér venjulega tileinkum orðinu orsök.

Fyrir því fer svo, enda þótt sköpun alheims sé sleppt, að hvenær sem maðurinn kemur til sögunnar, ber venjulega nauðsyn til þess að taka til reina tilgang hans, vilja hans, sem áhrifaríkustu orsökina. En þessi orsök er sjálf afleiðing einnar eða fleiri undanfarandi orsakakeðja, svo frábærlega flókinna að orðið orsök glatar öllu gildi.
Á undanförunum blaðsíðum höfum vér drepið á nokkur atriði viðvíkjandi sambandiinu milli hins hlutræna, ytra heims og heila mannsins, eða þá, ef menn vlja heldur, milli þess, sem “orsakar” skynjanir vorar og humyndir, og hugmyndanna sjálfra.

Í augum hins ómengaða efnishyggjumanns er sálfræðilegt fyrirbæri af efnislegum uppruna, af því að það gefur sig til kynna með starfsemi heilafrumnanna.

Samt sem áður er oss - eins og nú er ástatt um vísindir vor - eigi aðeins ókleift að meta í orkueiningum verk það, sem fólgið er í einni hugsun eða tilfinningu, sem endar í viljaathöfn, heldur kemur og það, sem meira er til greina. Mætti hugsunarinnar mun að líkindum ævinlega dyljast oss. Það mun reynast off ólklefit að greina orsökina til þess að ein ákvörðun er valin annari fremur.
Ef önnur er t.d. skapandi, hin eyðandi, önnur góð, hin ill. Frá mannlegu sjónarmiði er þeta sá hlutur einn, sem máli skiptir.

Sumar af blekkingum huga vors stafa af því, að vér sjáum fyrirbærið, sem vér athugum, í umgerð líðandi stundar. Hreyfing í beina línu er raunverulegt fyrirbæri frá jarðnesku sjónarmiði, en blekkin frá alheims viðhorfi.
Þetta á ekki aðiens við um skynvillur. Það á við um allar mannlegar athuganir, sem eru æfinlega háðar ‘viðmiðunarafstöðunni’, sem valin er. En með viðmiðunarafstöðunni eigum vér blátt áfram við ‘athugunarviðhofið’. En þetta krefst skýringa.
Gerum ráð fyrir, að vér hefðum dálítið af tvenns konar dufti. Annað væri hvítt (hveitimél), en hitt svart (viðarkoladuft). Ef vér blöndum þessu saman, verður það að gráu duftu, sem verður ljósleitara eða dekkra að sama skapi, sem meira er af veitinu eða koladuftinu. Ef blöndunin er fullkomin ‘frá athugunarviðhofi voru’ , þá er fyrirbærið, sem athugað er, alltaf grátt duft.
En gerum nú ráð fyrir, að skordýr á stærð við eina hveiti- eða kolaögnina sé á ferðinni í þessu dufti. Í augum þess er þarna ekkert grátt duft, heldur hvítir og svartir hnullungar. Frá athugunarviðhorfi skordýrsins er fyrirbærið “grátt duft” ekki til.


Með öðrum orðum: Það má segja, að frá sjónarmiði mannsins sé það athugunar-viðhofið, sem skapar fyrirbærið. Í hver skipti sem vér breytum um athugunar-viðhorf, stöndum vér andspænis nýju fyrirbæri.