Flestir hafa líklegast heyrt talað um sýrustig og það að efni séu súr eða basísk.

En hvað þýðir það?

Styrkleiki sýru er ákvarðaður út frá fjölda H+ eða H3O+ jóna í vatni, en þær myndast við niður brot vatns, H2O.

Hvarf vatns við sjálft sig er jafnvægishvarf, þ.e.

(H2O) + (H2O) <-> (H3O+) + (OH-)
En jafnvægið er þannig að margfeldi styrkleika H3O og OH er ávallt 10^-14

[H3O+]x[OH-]=10^-14

Þessir hornklofar þýða að mælieiningin sé mól per lítri af vatni þar sem að mól er ákveðinn fjöldi eða 6.02214x10^23
Fyrir þá sem ekki skylja þá virkar mól nákvæmlega eins og kíló eða mega. kíló þýðir þúsund en mega þýðir milljón. Að sama skapi þýðir mól þessa gríðarlegu tölu.

Þannig ef [H3O+]= 2 þýðir það tvö mól af svona ögnum eru í einum lítra af þessu vatni.

Nú kannast margir einnig við sjampóið pH 5,5 en það vita kannski ekki allir hvað það þýðir.

p er ákveðin reikniaðgerð sem hver sem er getur framkvæmt á sinni reiknivél en hún virkar á eftirfarandi hátt þar sem x er einhver tala: px=-logx

þegar kemur að sýrustigi er styrkleiki H3O+ jóna settur inn fyrir x og þá fæst hentug tala, oft á bilinu 1-14.

log, logri eða lógarythmi er nefninlega þeim eiginleikum gæddur að munur á tveim einingum er í raun tífaldur munur. Auk þess, þar sem formerkið mínus er í reikniaðgerðinni kemur útkoman í öfugri röð.

Þetta kann að hljóma flókið en það sem þetta þýðir er einfaldlega að eitthvað sem er pH 1 er 10x súrara en pH2.
pH 2 er 10x súrara en pH3 en pH1 er aftur á móti 100 sinnum súrari en pH3 og svo koll af kolli.

Andhverf reikniaðgerð við logra væri að setja einhverja tölu sem veldi á 10. Þ.e. að logx=2 þýðir að x=10^2=100

Svo ef við fáum gefið pH gildi vitum við hversu margar agnir af sýrunni eru í vatninu.
pH2 þýðir að 10^-2 xmól / L séu af ögnum í vatninu eða 0,01 mól á hvern lítra.

Þar sem jafnvægisfasti vatns er 10^-14 eins og áður greinir frá þá þýðir það að hlutlaust vatn væri þá með [H3O+]=10^-7 mól/L og [OH-]=10^-7 mól/L

Sé þessi styrkur settur í reikniaðgerðina p fæst út að pH af þessu vatni væri 7, en það er einmitt það sem við köllum hlutlaust.

Sé gildið hins vegar ofar en 7 er vatnið basískt.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig