Titill greinarinnar er kannski það næsta sem ég kemst að innihaldi hennar í stuttu máli.

Um daginn þegar ég var að borða kvöldmat var ég að velta fyrir mér snúningi hluta í tengslum við miðflóttaraflið og hafði frekar nýlega lesið Afstæðiskenninguna: takmarkaða og almenna e. Albert Einstein. Einstein byggir afstæðiskenninguna á einu grundvallarlögmáli sem leiðir svo af sér öll þau furðulegu fyrirbæri sem afstæðiskenningin lýsir. Nóg um það, það var ekki afstæðiskenningin sem mig langaði að tala um heldur lögmálið sem hún er byggð á, nefnt afstæðislögmálið.
Afstæðislögmálið segir að öll lögmál náttúrunnar þurfa að vera jafngild sama hvaða viðmiðunarrammi er notaður. Það á við um öll hreyfilögmálin, kraftalögmálin, lögmálið um hraða ljóss í tómarúmi o.s.frv.
Svo dæmi sé tekið um þetta lögmál er hægt að ímynda sér tvo bíla sem keyra eftir beinni götu, bíll A á 30 km/klst og bíll B á 60 km/klst. Samkvæmt afstæðislögmálinu er það fullrétt að segja það innan viðmiðunnarramma bíls A að bíll B sé á 30 km/klst ferð framávið og að heimurinn í kring sé að ferðast 30 km/klst aftur á bak.
Alveg eins getur bíll B sagt að bíll A sé að ferðast á 30 km/klst aftur á bak og að heimurinn í kring sé að ferðast á 60 km/klst aftur á bak.
Ein lína sem Einstein sagði þegar hann tók lestina sem lýsir þessu mjög vel er frekar skemmtileg(á ensku): “When does this station leave the train?”

Það sem ég var að velta fyrir mér á meðan ég borðaði kvöldmatinn minn felur í sér tvo hringi sem snúast í geimnum. Hringirnir tveir, hringur A og hringur B snúast á 30 km/klst hvor í sína áttina. Það hefur lengi verið vitað að innan við hluta sem snúast verður miðflóttarkraftur, sem flestir kannast örugglega við þegar eru á hringtorgi og togast í áttina frá miðju hringtorgsins.
Það sem ég var að velta fyrir mér var að ef það er rétt að segja skv. viðmiðunnarramma hrings A að yfirborð hrings B sé að snúast á 60 km/klst og að hægt sé að segja að hringur A sé kyrrstæður, hvernig er þá hægt að segja hvor hringurinn upplifi miðflóttarkraft.
Öll hreyfing miðast við aðra hluti, þess vegna liggur þetta vandamál fyrir.

Ég ætla að vona að þetta hafi skilist ágætlega og ég afsaka allar stafsetningar- og málfræðivillur.
Endilega skrifiði útskýringunna á þessu ef þið hafið hana eða bara almennar pælingar.

Takk fyri