Reismaðurinn. Þetta er stutt ritgerð sem ég skrifaði fyrir skólann og ákvað að skella henni hingað inn.
Ég er búinn að laga þónokkrar villur(þó ég efist ekki um að það sé ennþá slatti). Og er einnig búinn að setja wikipedia linka inná hana. Endilega svarið og segjið mér hvað ég þarf að bæta. Myndin er af hauskúpu Homo Erectus Pekinensis.

Homo Erectus einnig kallaður Reismaður er útdauð tegund af gerðinni Homo. Jövu maðurinn var ein af fyrstu tegundum Reismannsins sem fannst. Upprunalega hét hún Pithecanthropus Erectus og var það maðurinn sem fann tegundina, hollendingurinn Eugéne Dubois sem skírði hana því nafni, Pithecanthropus Erectus er grískt orð og merkir Apamaður, fyrstu leifarnar af Jövu manninum fundust í Trínil árið 1891.

Reismaðurinn hafði þykka hauskúpu vegna þess að það tíðkaðist að
berja hvorn annan í höfuðið með kylfum til að sína sig fyrir kvendýrunum, Homo Erectus hafði ennig stærri heila en Homo Habilis hafði. Heilabú Reismannsins var u.þ.b 75% af heila Homo Sapiens. Meðalstærð Reismanna var 1.79m. Líkt og hjá nútíma mönnum voru karldýrin örlítið stærri og sterkari en kvendýrin.

Reismaðurinn notaði einnig mun þróaðari tól en forverar hans. Reismennirnir notuðu líklega fyrst tól í Oldowan stíl og seinna í Acheulan stíl. Verkfærin frá báðum þessum tímabilum eru úr steini. Verkfæri í Oldowan stíl komu fyrst fram fyrir 2.4 milljónum ára. En verkfæri í Acheulean stíl fyrir 1.2 milljónum ára og hurfu fyrir 500,000 árum.

Homo Erectus(sem og Homo Ergaster) voru líklega fyrstu mennirnir til að flokkast sem veiðimenn og safnarar en ekki bráð stærri rándýra. Þó að Reismaðurinn var mjög félagslyndur þá var raddkerfi hans ekki jafn þróað og í nútíma manninum. Reismaðurinn ferðasist um alla Afríku alveg að Rauða hafinu. Talið er að Reismaðurinn hafi jafnel getað gert báta til að ferðast á. Reismaðurinn virðist einnig hafa getað stjórnað eldi.

Vísinda menn deila mikið um hvort að Reismaðurinn sé útbreidd tegund (leifara hafa fundist í Afríku, Evrópu og Asíu), eða þá að þetta sé Asísk tegund sem þróaðist frá hinum Afríska Homo Ergaster.

Reismaðurinn er ein langlífasta tegundin af Homo hingað til.
Ættartré Reismannsins:

Homo Erectus Soloensis
Homo Erectus Pekinensis
Homo Erectus Palaejavanicus
Homo Floresiensis
—-Homo Antecessor
——–Homo Heidelbergensis
——–Homo Neanderthalenis
——–Homo Sapiens
————Homo Rhodesiensis
————Homo Cepranensis
————Homo Sapiens Sapiens


Heimildir: Wikipedia.org og Lifandi Vísindi.