Var um daginn í skólanum að læra líffræði. Vorum að læra um frumurnar og frumur sem eru inni í frumum,
þá varð mér hugsið, erum við kannski bara ein af mörgum frumum jarðarinnar og jörðin ein af frumum sólkerfis okkar og sólkerfi okkar ein af frumum sólkerfisinns o.s.frv..
Hljómar kannski svolítið geðveikislega en hvað ef við erum bara partur af einhverri annari lífveru, það er sagt að alheimurinn sé alltaf að stækka, gæti það verið að lífveran sé bara að vaxa?

Plánetur eiðast með tímanum, einnig frumurnar í okkur ekki satt? Þetta gæti útskýrt kenninguna um “mikla hvell” þ.e. fruma mótaðist á leyftur hraða í lífverunni sem við lifum í?
Stjörnufræðingar vinna allir í því að auka nánd með stjörnukíkjum að stjörnunum en hvernig væri að prufa að minnka nándina, reyna að finna út mynstur sem sýna fram á það að alheimurinn sé lífvera?

“Endi alheimsinns” er að sjálfsögðu orðatiltækið um endann á alheiminum, þar sem hann stoppar alltí einu og ekkert meira er fyrir aftan, kannski að ef hann einhver tíma myndi finnast og væri “klofinn” (ef svo má að orði komast) að þá værum við, fruman úr frumunni úr frumu o.s.frv. sem innihöldum frumur sem innihald frumur, á leiðinni út úr frumunni sem kannski væri fruma í frumu?

Veit að þetta hljómar frekar klikkað en þannig var líka litið á það þegar komið var með tilgátuna um að jörðin væri kringlótt, ekki samt sanngjarnt að bera það saman kannski ;)
En allavega þá er alltaf gaman að leyfa hugmyndafluginu að leika með sig.
Takk fyrir lesturinn og afsaka ef ég hef farið með rangt mál og ranga stafsettningu. :)
SDÓ