Smá grein um Sesar:

Árið 100 f.Kr. fæddist maður að nafni Gajus Júlíus Sesar. Hann var snjall hershöfðingi og stjórnmálamaður. Eftir að hafa gegnt ýmsum öðrum embættum var honum fengin yfirstjórn hers. Með honum lagði hann Gallíu (nú Frakkland, Belgía og Þýskaland vestan Rínar) undir Rómaveldi og réðst tvisvar inn í Bretland. Öldungaráðið óttaðist velgengi hans og krafðist þess að hann léti stjórn hersins af hendi. Sesar gengdi því ekki og hélt með her sinn til Rómar. Pompejus mikli, tengdasonur Sesars, stjórnaði her öldungaráðsins. Árið 48 f.Kr. gersigraði Sesar Pompejus, sem var myrtur sama ár. Árið 45 f.Kr. varð Sesar einvaldur. Undir forystu Markúsar Brútusar og Gajusar Kassaíusar gerðu nokkrir andstæðingar Sesars samsæri gegn honum og ákváðu að ráða hann af dögum. Þann 15. mars 44 f.Kr. stungu þeir hann til bana í öldungaráðinu.