ég rakst á þessa ritgerðir í tölvuni hjá mér og datt í hug að senda þær hingað :
Georgía.

Við höfum verið að læra um Sovétríkin fyrrverandi. Okkur var sagt að skrifa ritgerð um eitt af 15 löndum sem þau skiptust upp í. Ég valdi landið Georgíu sem að mínu mati er mjög áhugavert land. Georgía á sér langa sögu og ég mun tala um sögu landsins, stærð og fleira.
Georgía var upphaflega konungsríki á 4. öld fyrir krist en Persar réðu landinu á 3. og 4. öld. Á næstu þrem öldum lenti Georgía í bardögum ,,býsanska og persneska heimsveldisins” og þjóðin tvístraðist en í lok 9 aldar sameinaðist Georgía á ný og veldi hennar var í hámarki um 12. og 13. öld. Landið varð kristið árið 330. Á 15. - 18. öld tók við tími falla ;,,fall Konstantínópel í hendur Tyrkja 1453 einangraði Georgíubúa frá kristnum þjóðum í vestri og Tyrkir og Rússar herjuðu á þjóðina næstu aldir. Á 18. öld náðu Rússar yfirráðum í Georgíu.” (http://www.icelandonline.is)
Fyrstu forsetakosningar í Georgíu voru í maí 1991. Þá varð Ziviad Gamsakhurdia forseti en hann var rekinn af forsetastóli í janúar 1992. Hann var sakaður um spillingu, valdaníðslu og mannréttindabrot. Hann framdi síðan sjálfsmorð.
Georgía er aðili að mörgum alþjóðasamtökum svo sem: cis, fao, eapc, interpol, sþ, imf, wto og osce.
Georgía er eitt af Kákasus löndunum en þau eru ásamt Georgíu, Armenía og Aserbaídsjan.
Í Georgíu búa um 4,7 milljónir þegar talið var í júlí 2004. Landið er um 69.700 ferkílómetrar (km2) og eru því um 70 íbúar á ferkílómeter. Landamæri Georgíu eru að Svartahafi, Rússlandi, Armeníu, Tyrklandi, og Aserbaídsjan. Innan Georgíu eru þrjú sjálfstjórnarsvæði sem eru Abkhazía suður Ossetían og Ajaría. Loftslag Georgíu er heittemprað. Þjóðtrú Georgíumanna er kristin trú en þeir aðhilltast rétttrúnaðarkirkjunni.
Landslið Georgíu í fótbolta er í 100.-101. sæti yfir bestu lið í heimi til samanburðar er ísland í 95. og Bandaríkin 10.-11. og Brasilía í 1.
Mörg þjóðarbrot eru innan Georgíu það eru meðal annars 2% Ajarar , 3% suður Ossetíar 8%, Armenar 6%, Aserar og 6% Rússar, Georgíumenn eru 70%. Opinbert tungumál Georgíu er Georgíska. En sjálfstjórnarsvæðin hafa sín tungumál.
Eins og öll önnur kákasuslöndin var Georgía hluti af Sovétríkjunum gömlu.
Aðal atvinnuvegir Georgíu eru landbúnaður, þjónusta og iðnaður.
Ræktun í landinu er aðalega te og ávextir. Iðnaðurinn er stál og járnsmíði.
í Georgíu er mikið af jarðefnum, aðal jarðefnin eru kol, járn,og marmari.
í Georgíu er eining framleit vín og tóbak. Aðal útflutningsvara Georgíu er vín.
Mikilvægustu frídagar Georgíu eru 1. janúar (nýársdagur) 7. janúar (jól rétttrúnaðarkirkjunnar) 19. janúar (dagur vitringana) 13. febrúar (mæðradagur) mars/apríl (páskar) 26. maí(sjálfstæðisdagurinn (þjóðhátíðardagur Georgíu)) 28. ágúst (dagur meyjarinnar ) 14. október (haustfagnaður) og 23. nóvember (dagur heilags Georgs)
,,Georgía hefur ekki frekar en önnur Kákasuslönd sloppið við átök”
Georgía er á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu í írak
Mikil átök eru milli Georgíu og sjálfstjórnarsvæðisins Aserbaídsjan vegna þess að þjóðernissinnar innan Georgíu vilja hafa fullræði innan Aserbaídsjan en þar sem heimamenn eru á öðru máli hafa brotist út mikil átök sem standa ennþá þrátt fyrir íhlutun alþjóða hjálparstofnana svo sem sameinuðuþjóðanna. Oft hefur verið samið til vopnahlés en þau aldrei haldist lengi.
Auk átakanna sem lýst er hér hafa líka geisað átök milli Georgíu og suður Ossetíu
sem vill sameinast norður Ossetíu í Rússlandi. Þessi átök hafa staðið frá árslokum 1991. Í kjölfarið flúðu margir frá suður Ossetíu yfir landamærin til norður Ossetíu. Árið 1992 var samið um vopnhlé. En spennan óx aftur árið 2004 og virtist allt stefna á versta veg en samið var um vopnahléi í annað skiptið í ágúst 2004 og stendur það enn (samkvæmt minni bestu vitund).
Ef við kíkjum aftur á Sovét tímann var Svartahafsströndin vinsæl meðal ferðamanna. En á tíunda áratugnum tók ferðaþjónustan dýfu vegna ótryggs ástands í landinu. En annars ef maður fer út í það þá átti efnahagur landsins erfitt uppdráttar fyrstu árin í sjálfstæðri Georgíu. Aðal ástæður þess eru pólitískur óstöðuleiki og nýtt landslags í viðskiptaheiminum eftir fall Sovétríkjanna. En með hjálp alþjóða banka og gjaldeyrissjóða náði efnahagurinn sér aftur á strik.
Þetta er ritgerðin mín um Georgíu og ég vona að þú hafir orðið einhvers vísari um Georgíu. En það sem kom mér mest á óvart var að Georgía á sér langa sögu frá 3. og 4. öld. Hversu snemma það tók kristni og þar búa mörg þjóðarbrot auk þess sem má segja að Georgía séu þrjú lönd.

Sómalía:
Sómalía er ríki í Horn Afríku, 637 þúsund km² að flatarmáli. Lega þess milli Afríku sunnan Sahara og arabalanda og Suðvestur-Asíu er stjórnmálalega mikilvæg. Norðan landsins er Adenflói, Indlandshaf í austri, Kenja og Eþíópía í vestri og Djibouti í norðvestri. Höfuðborgin er Mogadishu. Landið er erfitt ábúðar. Þar ríkir mikill þurrkur og hiti og landslagið einkennist af þryrnirunnasteppum og hálfeyðimörkum. Íbúarnir hafa lagað sig að þessum aðstæðum og lifa hirðingjalífi. Sómalar, sem eru múslimar, eru jafnréttissinnaðir og frelsiselskandi fólk, sem tortryggir stjórnvöld. Á nýlendutímanum drógu nýlenduveldin landamæralínurnar og skildu marga Sómala eftir í Djibouti, Eþíópíu og Kenja og enn þá er deilt um þessa ráðstöfun. Sómalía með 600 dollara þjóðarframleiðslu á mann og er þriðja fátækasta land í heimi er land í Austur-Afríku með landamæri að Djíbútí, Eþíópíu og Kenýa og strandlengju við Adenflóa í austri. Þar hafa geisað margar borgarastyrjaldir frá 1977 og stjórnmálaástandinu nú er réttast lýst sem stjórnleysi, þar sem landið hefur enga viðurkennda miðstjórn, gjaldmiðil eða nokkuð annað það sem einkennir ríki. Norðvesturhluti landsins lýsti árið 1991 yfir sjálfstæði sem Sómalíland og hefur haldist þannig, þótt engin erlend ríkisstjórn hafi viðurkennt aðskilnaðinn. Árið 1998 lýstu svo nokkrir höfðingjar yfir stofnun sjálfráða Púntlands í norðausturhlutanum, sem skyldi vera hluti af sambandsríkinu Sómalíu. Í reynd hvíla öll völd í Sómalíu því í höndum stjórna Sómalílands, Púntlands og einstakra stríðsherra. Fyrri stjórn landsins situr nú í útlegð í Naíróbí. stöðuna lauslega saman aðstæðurnar sem voru fyrir hendi við innrás Bandaríkjanna í Sómalíu fyrir rúmum áratug. Þegar við horfum upp á eftirleik innrásarinnar í Írak í fjölmiðlum þá er tengingin ekki augljós við Sómalíu og innrásina þar. Í báðum tilfellum hafa Bandaríkin látið uppi að ástæðurnar innrásanna hafi verið að bæta aðstæður í löndunum og koma á lýðræði meðal hrjáðra þjóða og í báðum tilfellum mistókst þeim. En einræðisherrann Siad Barre var í upphafi hallur undir Sovétríkin og naut ómælds stuðnings í formi vígbúnaðar sem hann notaði m.a. til þess að ráðast inn í nágrannaríkið Eþíópíu.Fjöldi Sómala er um 10 milljónir. 6 milljónir búa í Sómalíu og því 4 milljónir annars staðar. Talið er að 1/2 til 1 milljón búi utan Afríku. Í Sómalíu eru 99,95 % íbúanna múslímar. Næstum helmingur íbúanna hefur fasta búsetu en hinir eru hirðingjar eða hálfhirðingjar, sem stunda einnig akuryrkju til sjálfsþurfta. Búsetufólkið býr á svæðum, þar sem það nýtur hentugs loftslags og getur séð sér farborða með landbúnaði, aðallega í suður- og norðvesturhlutum landsins. Það býr í þorpum, sem er víða skammt á milli við árnar og í smáþorpum fjær þeim. Þéttbýli er einnig þar sem voru fyrrum verzlunarstaðir við ströndina, s.s. í Kismaayo, Baraawe, Marka, Mogadishu, Berbera og Boosaaso.

Gömlu borgirnar á ströndinni bera sterkt yfirbragð arabískra og persneskra áhrifa og nokkuð ber á ítölskum áhrifum í Mogadishu. Sterklegar byggingar úr kóralkalksteini og nútímamúrsteini eru einkennandi fyrir strandbyggðirnar. Í borgunum inni í landi eru timburhús með bárujárns- eða stráþökum allsráðandi. Einkum er um að ræða tvær tegundir hefðbundinna húsa í landinu. Hringlaga hús (mundul) finnast aðallega inni í landi og ferhyrndu, arabísku húsin (caniish) með bárujárnsþökum á ströndinni eða í norðurhlutanum.

Hirðingjar búa enn þá í færanlegum, hringlaga kofum (agal). Um þurrkatímann rísa heilu þorpin af þessum kofum um tíma í árdölum Suður-Sómalíu og við brynningarstaði vítt og breitt um landið.

Mikið aðstreymi frá sveitum til borga hefur valdið mikilli útþenslu borganna, einna mestu í Mogadishu. Hirðingjarnir eru orðnir markaðssinnaðri og hafa aukið við búsmala sinn af þeim sökum auk þess að færa sig minna úr stað. Þessi þróun hefur leitt til myndunar byggða hirðingja, einkum meðfram þjóðvegum og vegaslóðum inni í landi.

Menning, tunga og lifnaðarhættir Sómala eru á sama grunni og fólksins, sem byggir Kenja, Ogaden-svæðið í Eþíópíu og suðurhluta Djibouti.

Uppruni. Sómalar skiptast í fjölda ættkvísla, sem síðan skiptast í enn meiri fjölda undirkvísla, sem sameinast síðan í stórfjölskyldum. Þær, sem byggja helzt vatnasvæði Suðurlandsins, eru Rahanwayn og Digil, sem eru saman kallaðar Sab. Sabfólkið er aðallega bændur og hálfhirðingjar, bæði innfæddir og aðfluttir Sómalar, sem hafa kosið búsetu í þessum loftslagslega þægilega landshluta. Aðrar stórfjölskyldur eru m.a. Daaroodmenn í norðausturhlutanum, Ogaden og við landamærin að Kenja, Hawiye-fólkið, sem býr aðallega beggja vegna miðhluta árinnar Shabeelle og í miðsuðurhluta landsins, og Isaaq-fólkið, sem býr í mið- og vesturhlutum Norður-Sómalíu. Dirfólkið býr í norðaustasta horni landsins en einnig dreift um Suðurlandið. Tunnifólkið býr á strandlengjunni milli Marka og Kismaayo. Er nær dregur landamærunum að Kenja býr Bagiunisfólkið á ströndinni og á eyjunum úti fyrir. Það er Swahili-fiskimenn.

Auk Sómala býr talsverður fjöldi Bantumanna í landinu. Þeir stunda aðallega arðvænlegan áveitubúskap við mið- og neðri hluta ánna Jubba og Shabeelle. Félagslega eru þeir álitnir óæðri stétt vegna þess að margir þeirra eru afkomendur þræla. Áberandi greinarmunur er gerður á hinum æðri Sómölum, afkomendum hirðingjanna, og Bantumönnum.

Annar mikilvægur minnihlutahópur er nokkrir tugir þúsunda araba, aðallega frá Jemen. Í lok níunda áratugarins hafði Ítölum, sem voru aðallega bananabændur, fækkað í nokkur hundruð.

Tungumál Sómala er grein af meiði kúsítamála. Þrátt fyrir margar mállýzkur þess, skilst það um allt land. Annað opinbert tungumál er arabíska, sem er aðallega töluð í norðurhlutanum og strandborgunum. Vegna nýlendufortíðarinnar tala margir ensku og ítölsku, sem er einnig notuð í æðri skólum og háskólanum. Í suðurhluta landsins er einnig talað swahili. Árið 1973 var tekið upp ritmál byggt á latneska stafrófinu. Fram að því átti sómalskan ekkert ritmál.

Trúarbrögð. Flestir Sómalar eru múslimar af shafi’i-grein sunníta. Helztu bræðralög múslima í landinu eru Qadiriyah, Ahmadiyah og Salihiyah.

Búseta. Íbúafjölgunin var rúmlega við 3% á ári nokkra áratugi fyrir aldamótin 2000, þrátt fyrir mikinn barnadauða og lífslíkur innan við 50 ár. Miklir flutningar fólks, aðallega ungra karla, til borganna hafa leitt til hærra hlutfalls eldra fólks í sveitunum og mikils atvinnuleysis í borgunum. Eftir átökin í Ogaden 1977-78 flúðu hundurð þúsunda Sómala frá Eþíópíu til Sómalíu og í borgarastyrjöldinni, sem kom í kjölfarið, leitaði rúmlega miljón Sómala hælis í nágrannaríkjunum.










Sómalía

Sómalía er sambandsríki og er í horni Afríku. Landið er um 637 þúsund km2 að flatamáli. Landamæri Sómalíu liggja milli Sahara, Arabaríkjanna og Suðvestur-Asíu, norðan megin við Sómalíu er Adenflói, Indlandshaf er í austri og liggur svo Kenja og Eþíópía í vestri en í norðvestri er Djibouti.
Höfuðborg Sómalíu er Mogadishu og í landinu eru miklir þurrkar og hitar og er landið erfitt ábúar. Tungu mál Sómalíu er grein af meiði kúsítamála en einnig tala margir ensku og ítölsku frá nýlendu tímanum en þau eru notuð í fínni skólum og háskóla Sómalíu. Einkennist landslag Sómalíu af hálf eyðimörkum og þyrnirunnasteppum en ekki er nema 1,6 % landsvæðis vatn
Íbúar Sómalíu nefnast Sómalir. Þjóðin skiptist í 14 ættbálka en þeir skiptast síðan í fjöldann allan af undirkvísla og sameinast svo aftur í stór fjölskyldum. Auk Sómala byggja bantummenn landið þeir eru helst við mið og neðri hluta ánna Jubba og Shabeelle en þar stunda þeir áveitubúskap, þeir eru álitnir félagslega óæðri enda eru forfeður þeirra flestir þrælar.
Auk þessara tveggja hópa eru fleiri minnihluta hópar í landinu svo sem Arabar sem telja nokkra tugi þúsunda og Ítalskir Bananna bændur er líka í landinu en bara nokkur hundruð manns.
Eru Sómalir um 10 milljónir og skiptist þannig að 6 milljónir búa í Sómalíu, 4 milljónir í öðrum Afríkuríkjum og ½ til 1 milljón utan Afríku. Einungis helmingur íbúa hafa fasta búsetu en restin eru hirðingjar eða hálf hirðingjar. Búsetufólkið býr þar sem hentugt loftslag er og er það aðallega í suður og norðvestur hlutanum en þar getur fólkið séð fyrir sér með sjálfsþurfta búskap. Þorpin sem það býr í er víða skammt á milli og nálagt ám, en einnig eru þorp sem voru fyrrum verslunarstaðir svo sem í Kismaayo, Baraawe, Marka, Mogadishu, Berbera og Boosaaso. Hirðingjarnir búa í færanlegum hringlaga kofum (agal) og um þurrkatíman rísa heilu þorpin af þessum kofum í árdölum suður Sómalíu en eru þessi þorp einungis í skamman tíma. Sömu vandamál eru í Sómalíu og öðrum Afríku ríkjum í sambandi við það að fólk flyst úr sveit í borg, auk þeirra þá eru hirðingjarnir að verða markaðssinnaðari og auka því við hjörð sína og færa sig minna úr stað (hálfhirðingjar).
Á þeim tíma þegar Afríka var nýlenda margra stór þjóða voru landamæralínurnar dregnar með reglustiku og margir Sómalir voru skyldir eftir í Djibouti, Eþjópíu og Kenja.
Í Sómalíu geisuðu miklar borgarastyrjaldir, stjórnleysi ríkir enda hefur landið engan gjaldmiðil, enga viðurkennda stjórn og reyndar ekki neitt sem einkennir ríki. Fyrri stjórn Sómalíu situr nú í útlegð í Naíróbí.
Sómalía er þriðja fátækasta land í heimi með einungis 600 dollara (eða um 32.600 krónur) í þjóðarframleiðslu á mann. Engin svo kallaður aðalatvinnu vegur er í landinu því einungis örfá prósent íbúa borga skatta þannig að mesti hluti atvinnu er á svörtum markaði. Um 3000 börn deyja hungur dauða í Sómalíu dag hvern.
Norðvestur hluti Sómalíu lýsti yfir sjálfstæði sem Sómalýland árið 1991.
Norðaustur hlutinn fyldi á eftir og lýsti yfir sjálfstæði undir nafninu Púntland
en það var ekki fyrr en árið 1998 og þeir sem lýstu því yfir voru stórhöfðingjar.
Þótt Sómalía hafi viðurkennt þessi tvö lönd sem annað land hefur ekkert annað land gert það. Stjórn Sómalíu liggur í höndum stjórnar Sómalílands og Púndlands auk einstakra stríðsherra.
Fyrir rúmum áratug réðust bandaríkjamenn inn í Sómalíu og var ástæða innrásarinnar sögð stjórnleysi.