Sæl öll, og kærar þakkir fyrir þáttökuna!

Úrslit urðu þessi (gefin er fjöldi réttra svara):

1. sæti - Mangi: 13,0
2. sæti - Laggs: 12,5
3. sæti - Killy: 8,5

Næstu stig á eftir eru þessi:
8,0
7,5
7,5
7,0
6,0
3,0
1,5

Tveir til viðbótar svöruðu en svörin voru ekki tekin gild þar sem þau voru ekki sent sem einkaskilaboð heldur sem svar við greininni.


Aðrir þátttakendur fengu aðeins lægri stig.


Hér eru spurningarnar og svör þátttakenda. Ég birti hér að gamni bæði rétt og röng svör, því mörg hin röngu voru engu að síður skemmtileg :) Spurningarnar voru greinilega miserfiðar og sumum gat enginn svarað rétt.

Leiðréttið mig svo endilega ef ég fer eitthvað með rangt mál. Ég bendi svo á að greinar um öll þessi mál má finna á Vísindavefnum (visindavefur.hi.is).

1. Hver var Karon?

Rétt:
* Karon, eða Charon var ferjumaðurinn í grískri goðafræði. Hann ferjaði hina dauðu yfir ánna yfir í ríki hinna dauðu.
* Maðurinn sem ferjaði hina dauðu í grískri goðafræði yfir ána Styx til ríki Hadesar. Einnig má geta að fylgitungl Plútó var nefn Karon
* Sá sem ferjar yfir ánna Styx
* Sá sem flutti þá dauðu yfir Styx í grískri goðafræði
* Hann flutti sálir hinna dauðu yfir fljót niður í undirheimana í grísku goðafræðinni. Það var siður að setja peninga á augu hinna dauðu svo þeir gætu borgað Karon fyrir farið
* Grísk goðvera sem ferjaði hina látnu yfir í undirheima.

Hálf stig:
* Hver? Ég veit bara að það er tungl plútós þannig þetta er líklega einhver grískur gaur.
* Veit ekki, en Karon er fylgistirni Plútós

Röng:
* Eðlisfræðingur

2. Hvað merkir jafnan E = mc2?

Rétt:
* Þetta þýðir að orkan sé jöfn massanum margfaldaður með ljóshraða í öðruveldi. M.a. hægt að nota þessa jöfnu til að reikna út hversu mikil orka er í geislun frá geislavirkum efnum þegar þau helmingast. Þe. massamismunurinn * ljóshraði^2 = orkan.
* Orka = massi * (ljóshraði í tómarúmi) [Nógu nálægt því]
* Orka=massi*ljóshraði í öðru veldi
* Orka = massi * ljóshraði^2
* Orka jafngildir massa sinnum ljóshraðanum í öðru veldi
* Orka jafnt og massi sinnum ljóshraði í 2. veldi
* Orka er massi sinnum ljóshraði í öðru veldi, afleiðing af sértæku afstæðiskenningu Einsteins.

Hálf stig:
Röng:
* Jafna Einsteins um ljóshraða? [Ekki nægt svar]
* Þetta er afstæðiskenning Einsteins en ég veit ekkert meira en það [Ekki nægt svar]

3. Hvað var Enigma?

Rétt:
* Dulmálsvél Þjóðverja í seinna stríði.
* Enigma var dumálsvél þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni
* Dulkóðavél Þjóðverja í WWII
* Dulmálsvél Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni
* Það er ráðgáta. Þjóðverjar notuðu dulmálsmál í seinni heimsstyrjöldinni sem hét þetta líka.
* Dulmálsvél í seinni heimstyrjöldinni

Hálf stig:
* Ráðgáta? [Orðið sjálft þýðir þetta, já]

Röng:
* Enigma er svipað og Nirvana, leitin að “fullkomnun”
* Hljómsveit [OK, rétt, en á ekki við í Vísindum og fræðum]

4. Hvernig myndast fellingafjöll?

Rétt:
* Þegar tveir flekar sem stefna í átt að hvor öðrum rekast saman
* Fellingarfjöll myndast þegar 2 meginlandsflekar rekast saman, hvorugur leggst undir hinn og þeir hlaðast upp þar sem þeir mætast. gott dæmi er himalaya fjöllin sem mynduðust sökum þess að indlandsfleki þrýstist að asíuflekanum [reyndar leggst oft annar undir hinn]
* Flekar sem rekast saman
* Þegar “flekarnir” rekast saman og annar fer ofan á hinn og fer þar af leiðir upp í loftið
* Þegar flekar “rekast á”
* Þegar tveir flekar rekast saman þá fer jörðin upp og myndar fellingafjöll.
* Tveir flekar rekast saman, oft meginlandsflekar.

Hálf stig:
Röng:

5. Af hverju er blóð rautt?


Rétt:
* Útafþví að Fe jónin í hemóglóbíninu binst súrefni og “ryðgar”, þannig er rauði liturinn í blóðinu af sömu efnafræðilegu ástæðum og t.d. mýrarrauði.
* Er það ekki útaf hemóglóbíni?
* Útaf rauðum blóðkornum og járnoxíði
* Blóðrauði (hemóglóbín) inniheldur járnatóm sem veldur rauða litnum

Hálf stig:
* Blóðið roðnar þegar það kemst í snertingu við súrefni.

Röng:
* Rauðu blóðkornin? [ekki nægjanlegt svar]
* Rauðu blóðkornin [ekki nægjanlegt svar]
* Myndi giska að það væri vegna rauðkornana sem flytja súrefni um líkaman, þau eru rauð. [ekki nægjanlegt svar]
* Vegna rauðukornanna í blóðinu [ekki nægjanlegt svar]

6. Hvað heita magar jórturdýra?

Rétt:
* Keppur, vömb, vinstur og laki

Hálf stig:
* Vinstur
* Keppur, vinstur, laki og …?

Röng:
* Magi?

7. Hvað þýðir INRI?

Rétt:
[Nákvæmt svar er Iesvs Nazarenvs Rex Ivdorvum og þýðir Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga]
* Stendur fyrir “Jesus Nazaret Rex juden” Jesús frá nazaret, konungur gyðinga.
* Jesús, konungur gyðinganna
* Iesvs Nasaretis Rex Ivdaevm, eitthvað svoleiðis. Jesús frá Nasaret, konungur gyðinga
* Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga.

Hálf stig:
* Jesús (jesuah)
* Jesús frá Nazaret Sonur Jósep ?

Röng:

8. Fyrir hvað eru Súmerar helst þekktir?

Rétt:
* Finna upp ritmál
* Að finna upp ritmál
* Hjólið, rúnir og þekkingu sína á himinhvolfinu ásamt fleiru.
* þeir þróuðu tímatalið með grunntölunni 60 (sama og við notum í dag) líka bjuggu þeir fyrstir til bronsið. [Ég hef ekki heyrt þetta en leyfi þér að njóta vafans]
* Fyrir að Finna upp Ritmálið (algjör ágiskun)
* Að finna upp hjólið
* Fundu upp hjólið
* Fyrir að finna upp stafrófið [OK ekki kannski stafróf, en ritmál allavega]
* Aðallega fleygrúnirnar sínar sem var fyrsta letrið. Voru þó líka frumkvöðlar á öðrum sviðum, t.d. varðandi notkun hjóls og reikning. Sjá má grein eftir mig sjálfan á áhugamálinu sagnfræði (birt fyrir um 4 árum) [segir Mangi]

Hálf stig:
Röng:

9. Hvað var Stóridómur?

Rétt:
* Lögbók fyrir Ísland, fjallaði aðalega um barneignir skyldmenna. [Ekki beint lögBÓK þó...]
* Ströng siðalög sem voru sett skömmu eftir siðaskiptin á Íslandi
* Lagasetning á Íslandi á miðöldum sem tók afar hart á ýmsum glæpum, t.d. sifjaspellum.

Hálf stig:
* Fyrsta lögbók sem við fengum frá dönum? [Þetta er eitthvað í áttina, allavega]
* Æji einhver dómur sem tengdist siðaskiptum. Samt ekki “the siðaskiptum”. Hann var settur þannig að hann myndi gilda alltaf og fyrir alla á Íslandi. Eitthvað varðandi hvernig átti að refsa fólki
Röng:
* Heimsendir, appoccalypse
* Var það ekki það sem leyfði eða bannaði galdrabrennur?

10. Hvað er samskynjun?

Rétt:
[Þetta gat enginn. Samskynjun er þegar áreiti sem venjulega skynjast með einu skynfæri skynjast með fleiri skynfærum. Dæmi um þetta er að sumt fólk finnur bragð að tónum eða finnst tal hafa lit.]

Hálf stig:
Röng:
* Hmm, þegar einhver notar tvö eða fleiri skynfæri til að skynja umhverfi sitt?
* Þegar tvíburar eiga að skynja báðir það sem bara annar finnur?
* Rangeygðir búa yfir mikilli samskynjun (?)

11. Hvað er hexadecimal?

Rétt:
* Talnakerfi sem byggist á 16 einingum í sæti, táknað með 0-9 og a-f
* Sextánda-kerfið (talnakerfið) með “tölustöfunum” 0123456789ABCDEF

Hálf stig:
* Talnakerfi.
* Tölukerfi sem byggist á 6 (einsog er notað í klukkum)?
* 60? Nei, veit ekki. Hefur samt væntanlega e-ð að gera með sex og tíu.

Röng:
* Nornaálög
* 2 í 8. veldi

12. Um hvað fjallar Drake-jafnan?

Rétt:
* Líkur á lífi á öðrum hnöttum
* Jafnan gefur fjölda háþróaðra samfélaga í vetrarbrautinni okkar eða eitthvað svoleiðis, þ.e. jafnan lýtur að stjörnulíffræði.

Hálf stig:
Röng:

13. Hvað er ETA?

Rétt:
* Gríski bókstafurinn? Estimated Time of Arrival? eða þarna Baskahreyfingin? :)
* Establised Time of Arival :D held það sé ekki það sem þú ert að fiska eftir en allavega góð og gild hernaðarskammstöfun á ensku :)
* Hryðjuverkamenn sem vila sjálfstætt Baska-ríki
* Estimate time of arrival [Var að leita að aðskilnaðarhreyfingu Baska en verð eiginlega að gefa rétt fyrir þetta]
* Aðskilnaðarsamtök Baska á Spáni.
* Aðskilnaðarsamtök Baska?
* Aðskiljunarsamtök baska
* “Frelsishreyfing”/“Hryðjuverkasamtök” Baska á Spáni

Hálf stig:
Röng:

* Europe Trading Association

14. Hvað eru mörur?

Rétt:
* Einhversskonar draugaverur sem voru taldar valda martröðum, eins og nafnið bendir til.
* Verur sem bögga mann í svefni, sbr. MARtröð

Hálf stig:
* Mörur eru örugglega draugar.

Röng:

15. Hvað heita þrjú minnstu beinin í líkamanum?

Rétt:
* Hamar, ístað og steðji. Þau eru í eyranu.
* Hamar, steðji og ístað.
* Hamar, steðji og ístað.
* Hamar steðji ístað
* Hamar, steðja og ísstað
* Hamar, steðji og ístað.

Hálf stig:
* Steðji, Ístað og.. hitt =)
* Steðji, ístað og eitt en man ekki

Rangt: