Sæl öll.

Svona í tilefni af því að ég ætla að hætta sem stjórnandi Vísinda og fræða því ég hef ekki tíma þá langaði mig sem mitt síðasta verk að hafa eina spurningakeppni. Ég vona að komandi stjórnendur geti haldið áfram með hana :)

Þetta er allt bara til gamans gert, en gaman væri ef fólk sendi mér svörin í skilaboðum.

ÆTLAST ER TIL AÐ FÓLK SVARI ÁN HEIMILDALEITAR. Ekki svindla, það er ekkert gaman :)

Hér koma svo spurningarnar:

1. Hver var Karon?
2. Hvað merkir jafnan E = mc2?
3. Hvað var Enigma?
4. Hvernig myndast fellingafjöll?
5. Af hverju er blóð rautt?
6. Hvað heita magar jórturdýra?
7. Hvað þýðir INRI?
8. Fyrir hvað eru Súmerar helst þekktir?
9. Hvað var Stóridómur?
10. Hvað er samskynjun?
11. Hvað er hexadecimal?
12. Um hvað fjallar Drake-jafnan?
13. Hvað er ETA?
14. Hvað eru mörur?
15. Hvað heita þrjú minnstu beinin í líkamanum?