Sólin er undirstaða alls lífs á Jörðinni. Rúmtak hennar er 332.000 sinnum rúmtak jarðar. Maður sem er 80 kg. á Jörðu væri 2100 kg á sólu. Yfirborðshiti sólar er um 6000°c en í miðju um 20.000.000°c.
Á hverri sekúndu brenna 700.000.000 tonn af vetni og breytast í helíum í sólinni. Frá þessari formbreytingu eins frumefnis yfir í annað stafar orka sólar. Þrátt fyrir þessa gífurlegu eyðslu vetnis þurfum við ekki að óttast að vetnisforði hennar gangi til þurðar um sinn, því hann er talinn vera 1.500.000.000.000.000.000.000.000.000 tonn (kanski V-power)
Um sólu snúast 9 reikistjörnur ásamt ótöldum fjölda tungla sem snúast um reikstjörnurnar. Jörðin er 3. reikistjarnan frá sólu og staðsett rétt utan við miðju hins svokallaða lífbeltis. Lífbeltið er það svæði í sókerfinu sem hvað hagkvæmustu skilyrði eru fyrir líf. Mars og Venus eru í jaðri þessa beltis hvort sínu megin. Þegar við sjáum myndir af sólkerfinu okkar þá skynjum við ekki stærð þess því hlutföllin í myndunum eru mjög ýkt og röng svo ekki sé meira sagt.
Til að gera okkur grein fyrir stærðinni skulum við ímynda okkur að við gætum ekið á bíl milli Jarðar og hinna reikistjarnanna og við leggjum í ferðalag og ökum á 100 km hraða á klst. Á þessum hraða sem við þekkjum svo vel yrðum við 48 ár til Venusar, 105 ár til Merkúr og 171 ár til Sólar. Ferðin til Mars tæki 89 ár, til Júpiters yrðum við 715 ár á leiðinni, Satrúnus sæjum við eftir 1455 ár, Úranus kæmi undir hjólin eftir 3104 ár.Þar yrðum við að fá okkur pylsu og pepsí því næsti viðkomustaður Neptúnus yrði ekki undir fyrr en eftir 4959 ár, Plútó síðasti áfangastaðurinn, þangað kæmum við eftir 6562 ár. (miðað við meðalfjarlægð Plútó, braut hanns er sporiskjulöguð og nær stundum innfyrir braut Neptúnusar)
Þetta eru frarlægðir frá jörðu. Þannig að ferðalag frá sólu til plútó tæki á þessum hraða 171+6562= 6733 ár eða rúmlega þann tíma sem liðin er frá upphafi menningar okkar. Þetta er ekki neinn sunnudagsrúntur. Ef vilji er fyrir hendi er ég tilbúinn til að rita meira um sólkerfið og reikistjörnurnar, taka þá jafnvel hverja fyrir sig og kryfja hana til megjar, svo og stjörnufræði almennt, það ræðst af viðbrögðum ykkar. Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál og fyrir alla muni tjáið ykkur og skiptist á skoðunum.