Kóngulær
Kóngulær eru þau dýr sem vekja hvað mestan ótta hjá fólki. Stafar þetta aðallega af fáfræði. Flestir halda að þær séu skordýr, en í rauninni er þær áttfætlur. Önnur dýr í þessum hópi eru t.d. mítlar, sporðdrekar og langfætlur. Til eru yfir 35.000 tegundir af kóngulóm. Kóngulær spinna vef úr silki sem stundum getur verið jafn sterkur og stál. Þær veiða flugur og önnur dýr, eins og smáfugla, í vefinn.
Þekktustu kóngulærnar á Íslandi eru Svarta ekkjan og Tarantúlan, samt lifa þær ekki á Íslandi. Svarta ekkjan dregur nafn sitt af því að hún drepur maka sinn eftir að hafa eðlað sig. Hin eiginlega svarta ekkja er svört með rauðum depli á miðjum skrokknum. Svarta ekkjan veiðir með því að fanga fórnarlömb sín í vef sinn og gerir svo leifturárás á þau og drepur með taugaeitri sem lamar fórnarlömbin. Svarta ekkjan getur ekki drepið mann, en eitur hennar er mjög óþægilegt og veldur miklum sársauka.
Oft er talað um að kóngulær sem lifa í suður-Evrópu séu Tarantúlur af því að þær eru loðnar eins og hinar eiginlegu tarantúlur, sem lifa í suðvestur-hluta Bandaríkjanna (Arizona, Kalíforníu og Texas). Oft koma þessar kóngulær fram í gömlum hryllingsmyndum. Þær eru vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum vegna þess að þær lifa lengi eða í allt að 30 ár. Þær eru líka oft kallaðar fuglakóngulær af því að þær eru líkar frændum sínum í suður-Ameríku sem éta smáfugla. Bit þeirra er ekki mjög eitrað en sársaukafult.