Fjölgreindarkenning Howard Gardners byggir á því að greind mannsins samanstandi af 8 jafngildum greindarsviðum. Þessi svið þroskast mismunandi og á ólíkum tíma hjá hverri manneskju. Þau eru samtengd þ.e ef eitt greindarsvið þróast þá þroskast hin. Enstaklingar læra ólíkt eftir því hvaða greindarsvið eru sterkust hjá þeim og þeir bregðast misvel við mismunandi kennsluaðferðum.


Howard Gardner skiptir fjölgreindini í átta mismunandi flokka sem eru:


1. Málgreind
Hæfileikinnn til þess að nota orð vel munnlega og/eða skriflega.

Þessi greind er aðallega þróuð hjá:sögumönnum,ræðuhöfundum,stjórnmálamönnum,skáldum,handritshöfundum og blaðamönnum.


2. Rýmisgreind
Hæfileikinnn til að skynja veröldina nákvæmlega
og til að koma sýn sinni á framfæri við aðra.

Rýmisgreind er mjög þróuð hjá: leiðsögumönnum,hönnuðum,arkitektum,listamönnum og flugumferðarstjórum.


3. Tónlistargreind
Hæfileikinn til að skynja,greina og flytja/umbreyta tónlist.

Greindin er þroskuð hjá: tónlistarmönnum,tónlistarunnendum og tónlistargagngrýnendum.


4. Rök- og stærðfræðigreind
Hæfileikinn til þess að nota tölur á árángursríkan hátt og geta rökrætt.

Greindin er þróuð hjá: stærðfræðingum,endurskoðendum,tölfræðingum,vísin–damönnum,rökfræðingum og forriturum.


5. Hreyfigreind
Sérþekking í að nota líkamannn til að tjá hugmyndir og tillfiningar og leikni í að nota hendurnar til að búa til og breyta hlutum.

Hreyfigreind er þróuð hjá:leikurum,látbragðsleikurum,dönsurum,skurðlæknum,íþróttamönnum og myndhöggvurum.


6. Samskiptagreind
Hæfileikinn til að skynja og gera greinamun á skapbriðgum,áformum,ástæðum ogtillfinningum annara.


7. Sjálfsþekkingargreind
Er hæfileikinnn til að þekkja sjálfan sig og aðlagast umhverfi samkvæmt þeirri þekkingu.Greindin felur í sér að hafa rétta mynd á hæfileikum sínum og takmörkum,vera meðvitaður um skapbrigði sitt og innri ástæður.


8. Umhverfisgreind
Gerir mönnumkleift að kortleggja umhverfi sitt,dýr,plöntur,bíla,hús…..
Gardner bætti þessari greind seinna við, hann flokkaði hana fyrst með rýmisgreind.



Takk fyri