Frumulíffæri: Ríbósóm Þar sem ég veit að það er mikið af unglingum á leiðinni í samræmd próf í náttúrufræði þá datt mér í hug að skrifa grein um ríbósóm en mig minnir að það hafi verið hluti af námsefninu í náttúrufræði þegar ég var í grunnskóla. Ég gef mér það að þið vitið smá um önnur frumulíffæri sem koma fram í greininni.

Ríbósómin er afar mikilvæg frumulíffæri. Þau halda sig flest í frymisnetinu en sum þeirra fljóta einnig um í fryminu. RNA(RKS) sameindir bera með sér upplýsingar um hvaða prótín fruman eigi að smíða og færa ríbósómunum þær. Ríbósómin hefjast þá handa við að smíða réttu prótínin. Þess má geta að RNA(RKS) sameindirnar höfðu fengið þessar upplýsingar hjá DNA(DKS) sem hefur aðsetur í kjarna frumunar.

Eins og fram kom áður eru flest ríbósómin staðsett í frymisnetinu, en það er mjög góð staðsetning. Því frymisnetið er net sem er tengt við alla staði frumunnar og flytur þess vegna prótínin sem ríbósómin búa til hvert sem er innan frumunnar.

Til að finna út hve mikið af prótínum einhver tiltekin fruma býr til er mældur ríbósóm fjöldi í frumunni. Lítill fjöldi ríbósóma þýðir að prótínsmíðar séu ekki miklar og öfugt. Það fer eftir því við hvað frumurnar starfa hvað þær hafa mikið af ríbósómum.

Dæmi:

Vöðvafrumur hafa mikin fjölda af ríbósómum því þær eru alltaf að búa til ný prótín, því þær eru alltaf að stækka, styrkjast og skipta sér. Annað hvort út af því að lífveran er að stækka eða út af því að það er verið að endurnýja frumuna. Eins er með húðfrumur sem hafa minnsta líftímann og eru alltaf að skipta sér.

Taugafrumur hafa hins vegar lítin fjölda af ríbósómum því þær eru heldur langlífar og fjöldi þeirra stendur nokkuð í stað svo það er lítið um frumuskiptingar.

Að lokum má benda á þá staðreynd að ríbósóm finnast í dýrafrumum og plöntufrumum.
Hér til hliðar má sjá mynd af ríbósómum í plöntufrumu.
Ég vona að greinin hafi verið skemmtileg og fróðleg.

kv.peacock