Sjávarskafl – Sjaldséður eyðingakraftur? Tala látinna eftir neðansjávarjarðskjálftan sem varð undan vesturströnd N-Súmötru nálgast nú 150.000 manns og þótt svo að skjálftastærðinn hafi mælst níu stig á stundarskala töpuðu flestir lífinu vegna skjálftaflóðbylgjunar sem eftir fylgdi. Ég ákvað að skrifa greinina fyrir þá sem hafa áhuga á orsökum þessa náttúruhamfara og eftirvill varpa ljósi á leiðir sem kunna að koma í vegfyrir slíkar hamfarir.

Skjálftaflóðbylgja, eða sjávarskafl – sem er það orð sem ég kýs að nota frekar vegna þess að það er þjálla – er gríðalega magnað fyrirbæri, ég ætla að byrja þessa grein á því að reyna að lýsa helstu orsökum slíkra sjávarskafla. Að endingu ætla ég að reyna að komast að niðurstöðu varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir.

Sjávarskaflar
Sjávarskaflar myndast oftast vegna jarðskjálfta en geta einnig orðið til vegna jarðvegshlaups eða loftsteina. Þessi þrjú tilfelli eiga öll það sameiginlegt að valda miklu róti í sjónum. Við jarðskjálfta fer jarðskorpan á mikla hreyfingu og verður til þess að lyfta upp mörgum lestum af sjó sem að sjálfsögðu skarar í sjónum!

Eins og venjulegar öldur ferðast sjávarskaflinn neðansjávar í formi bylgna og er því frekar erfitt að sjá sjávarskafla fyrr en hann er kominn nálægt landi. Þessar bylgjur ferðast á allt að nokkur hundruð kílómetrum á klukkustund; og eins og aðrar öldur hægja þær á sér þegar nær dregur landi og í staðinn þrýstist sjórinn upp á við (bylgjurnar þéttast), þegar um er að ræða svo mikla krafta getur sjávarskafl vel náð 10-30 metra hæð og ferðast á ótrúlegum hraða inn í land.

Og í þriðja skiptið, eins og öldur, þá dregst sjórinn alltaf aftur eftir hvert skipti sem alda rekur á strönd, á undan sjávarskafl getur sjórinn dregist hundruði metra aftur vegna þess hve bylgjulengd þeirra er löng. Lendi maður í slíkum aðstæðum er afar líklegt að sjávarskafl sé að skella á, þá er um að gera að hlaupa strax af stað því að aldan fer mjög líklega hraðar en þú.

Í tilfelli þar sem um stóran loftstein er að ræða – slík tilfelli eru ekki þekkt í sögu mannkyns að mér vitandi – getur krafturinn orðið svo mikill að um hundrað metra háar öldur er að ræða! Stæðstu sjávarskaflar sem orðið hafa í sögu mannskyns voru af völdum neðansjávar jarðvegshlaups (svæði á stærð við Ísland sem fór af stað).

Sjávarskaflar af völdum jarðvegshlaups gætu átt sér stað við Ísland. Skammt frá Strákagöngum (gönginn sem liggja í gegnum fjallið Stráka við Siglufjörð) er mikið landsig og er talið að einhvern tíman gæti öll hlíð fjallsins hrunið og valdið gríðarstórum sjávarskafl sem hugsanlega gæti orðið vart við Grænland (sjá mynd).

En erlendis – í BNA - hafa vísindamenn miklar áhyggjur af eldfjalli við Kanaríeyjar sem gæti valdið jarðvegshlaupi 500 milljarða tonna af jarðvegi, sem myndi valda 100m háum sjávarskafl sem myndi lenda á Afríku og um 10-30 metra skafl sem lent gæti á Norður Ameríku (sbr. heimildir wikipedia).

Fyrirbyggjandi aðgerðir
Að undanskildum ráðum úr textanum að ofan, langaði mig að benda á þær aðferðir sem við höfum í dag til að spá fyrir um sjávarskafla, það eru helst þrjár aðferðir.

Að fyrstu höfum við jarðskjálfta mæla, og hægt er að segja fyrir um hugsanlegar fljóðbylgjur að völdum þeirra.

Svo er hægt að nota gervihnetti til þess að fylgjast með hafinu og leita uppi sjávarskafla, en því miður er erfitt að koma út viðvörunum því flestarar þessar bylgjur ferðast á mörg hundruð kílómetrum á klukkustund.

Svo eru til baujur sem að mæla þrýstingsmun við sjávarbotninn og geta þetta reynst afar góð viðvaranir.

Að lokum langaði mig að benda á furðulega staðreynd, en hún er sú að enginn dýr eru talinn hafa látist að völdum nýliðins sjávarskalfs, en svo virðist sem þau hafi öll komist í skjól. Þetta sýnir að margra sérfræðinga mati hæfileika dýra til að segja fyrir um hættuástand og næmni þeirra. Hugsanlega væri hægt að notast við þennan hæfileika dýra til að segja fyrir um komandi náttúruhamfarir.

Heimildir
http://en.wikipedia.org/wiki/Tsunami
http://en.wikipedia.org/wiki/2004_Indian_Ocean_earthquake
http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/asia-pacific/4136289.stm
http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/south_asia/4136485.stm
Gervihnattamynd fenginn úr NASA World Wind.

E.s. ég skal glaður reyna að svara spurningum ef einhverjar eru.
E.e.s. endilega bætið við, segið ykkar álit o.s.frv.!