Ég hef oft séð greinar á Huga.is og annarsstaðar þar sem fólk er að tala um trú og og guð. Fólk notar trú til að réttlæta, útskýra og halla sér að þegar bjátar á. Notar hana í hvaða skilningi sem er. Svo las ég blaðið Lifandi Vísindi sem kom út núna um daginn og fjallar um tímaflakk og hvað tíminn er. Í þessu hefti er grein þar sem talað er um bók Stephen Hawking, A Brief History of Time, From the Big Bang to Black Holes, eða “Saga tímans” í íslenskri þýðingu. Þar sem hann fjallar um sköpun heimsins og reynir að útskýra hvernig hann varð til.

Sá sem skrifaði þessa grein í blaðið komst að sömu niðurstöðu og þegar ég las þessa bók Hawkings. Niðurstaðan er sú að þegar Miklihvellur gerðist að talið er, varð hann úr engu. Og þá kemur þessi spurning upp; Hvernig getur eitthvða orðið til úr engu? Hawking gefur til kynna að einhver guðleg hjálp hafi þar verið að verki. Hann heldur opnum möguleikanum á því að guð eða guðlegt fyrirbæri sem gæti skapað eitthvað, sem vísindin gætu ekki skýrt.

Þá kemur eiginlega sprurningin sem ýtti á mig að skrifa þessa grein. Er hægt að samræma visindi og trú? Passar þetta tvennt saman? Til að svara því eru til nokkur rök, og tek ég sum þeirra hér, sem mér finnst svara þessari spurningu best og set þau fram.

Í fyrsta lagi, hver er munur á vísindum og trú. Svar við þeirri spurningu er einfalt. Vísindi leita að staðreyndum með ákveðnum aðferðum og reyna að nálgast “sannleikann” ef svo mætti segja með því að sýna fram á hann á snertanlegan og sannanlegan hátt. Niðurstaðan verður nær aldrei staðreynd, en hinsvegar afar líkleg.

Trúin er hinsvegar á hinum ásnum. Trú hefur enga sönnun, engan skýran útgangspunkt, og niðurstaðan verður aldrei annað en túlkun og það sem fólk vill að hún verði.

Í öðru lagi er það skynsemi. Oft er talað um svökölluð skynsemisrök í ýmsum málum. Þau virka á vísindin og allt sem tengist mannlegu lífi og fólk notar þau mikið eða svo til eingöngu. En þegar kemur að trúnni virka þessi rök ekki, því trúin sneiðir hjá allri skynsemi og býr sér til forsendur og lausnir.

Svarið við spurningunni er því þetta; Trú og vísindi passa ekki saman. Því er það mér torskilið hvers vegna menn eru að blanda þessu saman yfir höfuð. Er ekki hægt að sætta sig við að skilja stundum ekki það sem manni langar að fá svör við. Af hverju að búa til eitthvað sem heitir guð, eða allah eða eitthvað slíkt til að auðvelda sér hlutina?