Ég er búin að vera áskrifandi Lifandi vísinda frá því ársbyrjun 2001 og þetta er öruglega það gáfulegasta sem ég les. Nýlega kom einn vinur minn frá útlöndum. Þessi vinur minn hefur aldrei tekið mikið mark á Lifandi vísindum aðalega því honum finnst sumar greinar ekki aðeins óvísindalegar heldur beinlínis fáránlegar. Ég fór að skoða blöðin frá 2003 og fann eftirfarndi geinar sem mér finnst fárnánlegar og ekki eiga heima í vísindatímariti:
Gen eftir vali: Foreldrar hanna sjálfi óskabörnin sín.
Vísindamenn mæla tilfiningar heimsins.
Vísindamenn setja fram byltingarkenda kenningu: heimurinn er gerður í tölvu.
Skammhlaup í heila sendir sálina útúr líkamanum.
Vetrarbrautin er umkringd gömlum stjörnum. (þeir seigja fréttir!)
Vísindamenn vilja búa til mammútagarð í Síberíu.
Það er bara eitthvað við þessa greinar sem gerir þær ótrúverðugar.
Lifandi vísindi er vísindatímarit og þarf þess vegna að halda trúverðugleika sínum sem bestum, eru ekki verið að draga úr honum með að setja svona greinar innan um greinar um nýja tækni og lífræði (meðal annars)? Ég ákvað að renna yfir nýjasta tölublað lifandi vísinda (2 tlb 2004) og fann ekkert athugavert nema eftirfarandi úr “nýrri þekkingu” flokknum. Það var:
Lirfur gabba óvini sína með fljúgandi skít (þarf maður virkilega að vita þetta)
Myndir nást af prumpi hvala (Loksins er hvalaransóknum eitthvað að miða áfram!)
Fyrsti evrópubúin fundin í helli (svo þarna faldi hann sig!)
Hvernig geta þeir fullyrt að þetta sé sá fyrsti eins og þeir gera? Þetta eru kannski elstu leifar manna í evrópu sem fundist hafa hingað til en það þýðir ekki að þetta sé fyrsti evrópubúinn.
Svo er annað atriði sem gerir blaðið svo “óvísindalegt” eða óvirðulegt. Það eru þessar æsifréttafyrirsagnir. Dæmi:
Hverjir munu erfa jörðina?
Fjórir dagar í paradís.
Ísinn bráðnar. (aftur hafa vísindamenn komið okkur á óvart með uppgvötunum sínum)
Hamfarasaga jarðar
Gríman veitir völd
Óreiða á sólini
Víkingar kyrrahafsins
Kraftaverk sköpunarinnar
Felstar ef ekki allar af þessum greinum eru í raunini góðar en þessar fyrirsagnirnar eru stórlega ýktar. Ég veit að blöðin eru seld í lausasölu og þurfa að vera grípandi en þetta er einum of.
Að lokum er það svo “sannleikurin að baki þjóðsöguni” flokkurin. Flestir Íslendingar eru í Þjóðkirkjuni (meira að seigja nokkrir sem trúa í alvöruni) og nánast móðgandi fyrir þá að fjallað sé um líkklæði krist, örkina hans nóa og sáttmálaörkina eins og fjallað er um Loch ness skrímslið og snjómannin ógurlega.
Lifandi vísind er fyrir utan þetta fínasta tímarit og margt fræðandi í því. Samt hefur þessi vinur minn ákveðið að hætta alveg að lesa lifandi vísindi útaf þessu (ég ljái honum ekki). Hvað finnst ykkur?
Ef þið voruð að spá í titlinum á greinin ákvað ég að hafa hann grípandi. Ég veit að kannski passar greinin ekki við þetta áhugamál en hvar annarstaðar á ég að setja þetta? Það vantar “vísindi almennt” áhugmál. Ég hef ekki meira að skrifa.
dftpnkezln: For all of you reporting a score more than 100 as you iq lol @ you. How can you possibly score more than 100%?