Albert Einstein- Í orðum og myndum

Inngangur
Allir kannast við Albert Einstein, þó mismikið, hann er maðurinn sem setti fram afstæðiskenninguna, hann er gáfaði maðurinn, hann er skrítni kallinn með hvíta hárið. Að sjálfsögðu er þekkingin mismikil, en hún er alltaf einhver. Einstein er án efa einn mesti eðlistfræðingur og stærðfræðingur er nokkurn tímann hefur verið uppi. En þó eru margar spurningar sem margir vilja vita, meðal annars ég. Það eru spurningar eins og: Hver var Albert Einstein. Margir myndu spyrja: Hvað gerði Einstein sem var svona svakalegt, eða af hverju er hann svona frægur. Ég hyggst koma með svör við þessum spurningum í þessari ritgerð minni, auk þess að segja lítillega frá lífi snillingsins. Mikið hefur verið skrifað um þennan mikla mann og því fannst mér upplagt að bæta aðeins við það hér.


Einstein á yngri árum
Albert Einstein fæddist í Ulm, Württemberg í Þýskalandi þann 14. mars 1879 en aðeins sex vikum eftir fæðingu hans, fluttist fölskylda hans til Munich og bjó þar um árabil. Sjö ára að aldri, eða árið 1886 hófst langur námsferill Einsteins.

Ásamt fiðlutímu, er hann stundaði frá sex ára aldri þar til hann varð þrettán ára,var hann einnig í trúarlegri kennslu, í heimahúsum, þar sem hann lærði gyðingatrú, en fjölskylda hans var öll gyðingatrúar. Tveimur árum síðar fór hann í Luitpold skólann og eftir það fór öll hans trúarlega kennsla fram í skóla. Hann nam stærðfræði, og þar sérstaklega örsmæðareikning, er hann byrjaði að læra um árið 1891.
Árið 1894 flutti fjölskylda Einsteins til Mílanó á Ítalíu en Albert varð eftir í Munich. 1895 reyndi Einstein að sleppa við miðskóla, með því að taka inngöngu próf sem rafmagns tæknir við Eidgenössiche Technische Hochschule í Zurich, en ég treysti mér ekki til að þýða það nafn, því miður féll pilturinn og þurfti að sækja fylkisskólann í Aarau. Einstein virti að vettugi þýskan ríksborgara rétt sinn árið 1896 og var hann ríkisfangs til fjölda ára. Hann sótti ekki einu sinni um Svissneskan ríkisborgara rétt fyrr en árið 1899, en hann fékk hann árið 1901.
Þar sem Einstein komst ekki inn í Eidgenössische Technische Höchschule(sem hér eftir verður kallað ETH) sótti Einstein fylkismiðskólann í Aarau, með þá áætlun að nota hann til að komast inn í ETH í Zurich. Á meðan hann var í Aarau skrifaði hann ritgerð en þar lýsti hann áförmum sínum fyrir framtíðina

Ef ég yrði svo heppinn að standast prófin, þá myndi ég fara til Zurich. Ég myndi vera þar í fjögur ár til að nema stærðfræði og eðlisfræði. Ég sé sjálfan mig fyrir mér sem kennara í greinum náttúru vísinda, og þar af fræðilegar greinar náttúru vísindanna. Þetta eru ástæður fyrir þessari áætlun minni: Umfram allt, er það tilhneiging mín til óhlutbundinnar og stærðfræðilegrar hugsunar, og skortur á ímydunarafli og hagnýtum hæfileikum. (lauslega þýtt af Hirti A. Guðmundssyni)

Allt gekk þetta eftir, honum tókst að komast inn í ETH og fann hann þar ástina í lífi sínu, var það Mileva Maric, Ungverji er var með honum í bekk. Áfram gekk áætlunin upp, en næsta skref var að útskrifast sem stærðfræði- og eðlisfræðikennari árið 1900. Um þetta leyti var Einstein kominn á herskyldu aldur, en honum tókst að sleppa frá herskyldu, á þeim forsendum að hann væri með ilsig og æðahnúta.

Um mitt árið 1901 fékk hann svo tímabundið starf sem kennari, þar sem hann kenndi stærðfræði við Tækni framhaldsskólann í Winterthur. Á þessu tímbili skrifaði hann.

Ég hef gefið upp allan metnað um að komast í háskóla(þýtt af Hirti A. Guðmundssyni)

Nokkur ár liðu, og vann Einstein sem kennari í einskaskólanum í Schaffhausen. En þá reyndi faðir vinar hans að aðstoða hann með því að mæla með piltinum við forstjóra einkaleyfisskrifstofu í Bern. Einstein var ráðinn sem tækni sérfræðingur af þriðja flokk.
Einstein vann á þessari einkaleyfisskrifstofu á árunum 1902-09 í tímabundnu starfi til 1904 en þá varð hann fastráðinn og árið 1906 var hann hækkaður upp sem tækni sérfræðingur í öðrum flokki. Einstein fékk síðan langþráðan doktorstitil árið 1905 fyrir ritgerðina On a new determination of molecular dimensions. En hann tileinkaði vini sínum Grossmann, er hafði verið sambekkja honum þetta rit. Árið 1914 byrjuðu að koma vandamál í hjónaband Einsteins, og olli það honum miklu taugaálagi. Árið 1917 féll hann síðan saman vegna of mikillar vinnu og var nær dauða en lífi, Elsa frænka hans hjúkraði honum í tæpt ár og giftust þau er Einstein var kominn vel á bataveg. Fluttist Mileva, fyrrverandi kona hans til Zurich, með to syni Einsteins.

Afstæðiskenning Einsteins
Árið 1905 var Kraftaverka ár Einsteins, á þessu ári fæddist Hin Sérstaka Afstæðinskenning Einsteins, er átti eftir að umbylta heiminum. Þann 30. Júní lagði Albert Einstein fram ritgerðina ”On the Electrodynamics of Moving Bodies” til leiðandi þýsks tímarits. 26 ára að aldri beitti hann kenningu sinni um massa og orku og bjó þá til hina heimsfrægu jöfnu E=MC².
Árið 1915 fullgerði hann síðan hina almennu afstæðiskenningu. Svo seina, eða árið 1919 var sannaði sólmyrki svo ekki var um villst að Afstæðiskenning Einsteins var sönn. Eftir þetta var Einstein sem goð. Blöðin byrjuðu að skrifa, og var þetta forsögnin í Lond Times, en það er virt blað í Bretlandi
Bylting í vísindum- Ný kennig um Alheiminn- Hugmyndum Newton kollvarpað
Árið 1921 fór Einstein í sína fyrstu heimsókn til Bandaríkjanna. Aðalástæða heimsóknarinnar var að afla fé svo að Hebreski Háskólinn í Jerúsalem gæti orðið að raunveruleika. En það kom á daginn að honum var veitt Barnard oðran í heimsókn sinni og hélt hann þónokkra fyrirlestra um afstæði. Albert Einstein var veitt Nóbel verðlaun árið 1921, en þó ekki fyrir Afstæðiskenninguna. Heldur frekar fyrir verk sín árið 1905, en þá skrifaði hann þrjú rit, en þar setti hann meðal annars eins og áður kom fram hina sérstöku afstæðiskenningu ásamt því að velta fyrir sér fyrirbæri er Max Planck uppgötvaði og að sýna fram á hvering massi og orka væru jafngildandi.

Líf eftir Afstæðiskenninguna-andlát í Ameríku
Árið 1932, er Albert Einstein var 53 ára gamall var hann á hátindi frægðar sinnar. Árið 1933 ákváðu síðan hann og kona hans Elsa að sigla til Bandaríkjanna og varð Einstein þar kennari við Princeton háskólann í New Jersey. Svo árið 1936 dó Elsa eftir skömm veikindi. Var Einstein vitanlega mjög leðiur eftir þetta og gerði lítið næstu tvö ár, en árið 1939 skrifaði hann frægt bréf til Franklin D. Roosevelt, þáverandi forseta Bandaríkjanna, þar sem hann varaði við möguleikanum á því að Þjóðverjar væru að smíða kjarnorkusprengju, varð það til þess að Bandaríkjamenn juku rannsóknir sínar á leyndardómum kjarnorkunnar.

Árið 1940 varð Einstein svo Bandarískur ríkisborgari, en hélt þó einnig þeim svissneska. Eftir árið 1940 fór Einstein að draga sig í hlé og dó loks 16. Apríl árið 1955 þá 76 ára gamall .

Lokaorð
Í upphafi var spurt, hver var Albert Einstein og hvað gerði hann svona svakalegt. Tel ég mig hafa lýst því ágætlega í þessari ritgerð. Hann var einn mesti eðils- og stærðfræðingur er nokkurn tímann hefur uppi verið, hann var maðurinn sem setti fram Afstæðiskenninguna meðal annars, hann sagði allt er afstætt og sannaði það síðan. Margt hef ég lært við gerð þessarar ritgerðar, sérstaklega þar sem ég þurfti að lesa mér mjög mikið til um Albert Einstein, og held ég að ég hafi haft mjög gott af því, þar sem að þetta var að sjálfsögðu stórmerkilegur maður. Því miður láðist mér að halda saman heimildum mínum, og get ég þar af leiðandi ekki getið hvar ég fékk þær, en á meðfylgjandi skjölum eru allar þær heimildir er ég notaði við gerð þessara ritgerðar, þannig að lesandi ætti að geta fengið ágætis yfirsýn yfir hjálpartól mín við skriftirnar, þó svo að staðsetning heimildanna sé ekki vituð, annað en sú staðreynd að þessi skjöl voru fundin á Internetin
Ég er ekki til í alvörunni.