Hafiði ekki spáð í því hvernig lífið verði þegar þið eruð orðin gömul? Ég er alltaf að spá í það. T.d. árið 3070. Þá verð ég líklega orðin 81 árs og búin að eignast börn, barnabörn og barnabarnabörn ef ekkert kemur uppá. Kannski verða læknavísindin orðin það góð að maður getur lifaþ ennþá lengur en áður jafnvel í 120-130 ár. Ég er líka alltaf til í að vita hvað gerist seinna. Mun ég lifa á miklu stríðstímabili, munu jöklarnir alveg hverfa og ósonlagið minnka ennþá meira eða hafa mennirnir tekið sig svo mikið á að lífið verður miklu betra en núna. Kannski verða löndin sem eru núna mjög frumstæð og ekki með rafmagn og rennandi vatn orðin rík lönd og einhver í e4inhverjum löndum deyr nánast allt út vegna óhreins vatns og hættulegra sjúkdóma. Ég vona reyndar að fólkið á vesturlöndunum, fólk eins og við, verður tilbúið að gefa MJÖG mikið til þeirra sem þarf það.
Ef þróunin verður eins hröð og síðustu áratugi verður manni kannski hugsað til gömlu góðu daganna árið 2000 þegar margt fólk horfði á vídeo og sumstaðar í heiminum var ekki einu sinni rafmagn. Þá verður maður kannski með símann græddann inn á hausinn á sér.
Kannski verður þá orðið hægt að ferðast til annarra pláneta og Stjörnufræðingar verða búnir að finnalíf á öðrum hnetti.


Ég er oft að spá í þetta og ég hlakka ekki lítið til að verða búin að sjá þetta allt. Annars verður þetta kannski ekki svona. Mennirnir eru kannski búnir að finna upp megnið af því sem er hægt að finna upp. Allavega svona stórar uppfinningar eins og rafmagnið og tölvan og internetið. Það er náttúrulega alltaf hægt að finna upp ýmsar smáuppfinningar sem skipta þannig séð engu máli.

Mig langar mikið til að heyra álit ykkar á þessarri grein og hverju þið eruð sammála og óssammála.
Shadows will never see the sun