Draumar eru lífeðlislegt fyrirbæri sem ég ætla ekki að lýsa hér í smáatriðum. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir tengi fólk við e-ð dulrænt, óefnislegt eða í öðrum víddum. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á ,,berdreymni“ þó margir dulvísindarmenn (vísindarmen vegna vísindalegrar aðferðarfræði, ekki fags) hafi reynt að sýna fram á slíkt.
Ég hef aldrei skilið afhverju fólk er tilbúið að trúa svona rugli þegar þau vísindi sem hafa rannsakað mannin í mörg hundruð ár, sálfræði, lífeðlisfræði o.fl hafna slíkum hugmyndum.
Draumráðningar Freuds og Jungs eru taldar vitleysa í nútímasálfræði þar sem þær standast ekki vísindalegar kröfur. Þegar fólk spyr: afhverju dreymdi mig þetta? þá getur hvaða hálviti sem er komið með mjög ,,djúpa” útleggingu. Svarið, hins vegar, er einfaldlega: því slíkt gerist einfaldlega þegar heilabörkurinn er ekki í sambandi við umheymin (skyntaugar) og hluti hans er virkur (REM virkni). Minningarnar okkar koma fyrir á óskipulegan hátt og merkir ekkert frekar en þegar við hnerrum.
En svo sagði Halldór Laxness í sjálfstæðu fólki að fólk væri yfirleitt tilbúið að trúa hinu ótrúlega fram yfir hið trúlega. Sú er því miður raunin