Efnafræðinn er afar skemmtileg, margir hafa kannski pælt í henni en hér er smá texti um efni alment og hvernig það getur byrst okkur í náttúruni. Menn hafa verið að blanda saman efnum og smíða úr málmblöndum síðan yfir 8000 árum fyrir krist.

Efni eru allt í kringum okkur. Allt í alheiminum er gert úr efni - frá smæstu skordýrum til stæðstu stjarna. Allt efni er gert úr ör smáum eindum sem kallast atóm. Á jörðini eru efni venjulega í þrem formum eða ástandi sem eru kölluð fastefni, vökvi og gas (gufa). Efni eru ýmist efna sambönd eða frumefni. Frumefni eru flokkuð í lotukerfi.

Ástönd efna:

Gas:
- Hefur ekkert rúmtak eða form: það fyllir útí ílátið sem það er í.
- Sameindir gas eru dreyfðar með mikklu bili á milli: gerir það að verkum að hægt er að þjappa saman gasi.
- Samband milli sameinda er lítið og sameindirnar hreyfast frjálsar.

Vökvi:
- Hefur áhveðið rúmtak en ekkert fast form: það rennur til og fyllir út í ílátið sem það er í.
- Sameindir í vökva eru þétt saman en ekki fast bundnar einsog sameindir fast efnis.
- Sameindir vökva færast stuttar vegalengdir.

Fastefni:
- Hefur fast rúmtak og fast form.
- Sameindir fastefnis eru þétt pakkaðar í reglulegu formi.
- Sameindirnar geta hrists til þó að sterkt afl haldi þeim þétt saman.

Rafgas:
- Rafgas myndast þegar rafeindir losna frá atómum vegna rafmagns eða hita, á myndinn hér til hliðar sjást rafeindir skjótast gegnum gas undir littlum þrýstingi. Svona rafgas er hægt að mynda á tilraunastofum. Efni eru fyrst í föstu formi síða þegar þau eru hituð meira og meira verða þá síðan að vökva síðan gasi og svo síðast rafgasi. Fulljónað, það er að segja þegar bara eru rafeindir ekkert annað, rafgas inniheldur einungis rafeindir og jónir en hlutjónað rafgas inniheldur jafnframt hlutlausar agnir, þ.e.a.s. nifteindir. Megnið af alheiminum er rafgas. Iður stjarna og gufuhvolf þeirra, gaskennd geimþoka og mest af miðgeimsvetninu eru rafgas. Í okkar nánasta umhverfi er rafgas notað í flúrperum og neonljósaskiltum og norðurljósin eru rafgas.



Massi, eðlismassi og rúmtak:

Massi er mælikvarði á magn efnist í ákveðnum hlut. Rúmtak er stærðin sem hluturinn þekur (m³). Eðlismassi hlutar er massi efnisins deilt með rúmtaki þess (kg/m³=eðlismassi). Eðlismassi er notaður til að bera saman þyngd mismunandi efna.

Efni eru flokkuð í lotukerfi;
Lotukerfi [ http://www.webelements.com/ ]: flokkunarkerfi þar sem frumefnum er raðað eftir sætistölu í lárréttar raðir eftir sætistölu ( róteinda fjölda ) þanneig að efni með svipaða eiginleika lenda saman í dálkum eða flokk. Johann Wolfgang Döbereiner (1780-1849) og John Alexander Reina Newlands (1873-98) settu fyrstir manna hugmyndir um flokkun frumefna eftir eiginleikum. Árið 1869 settu L. Meyer og D. Mendelejv fram fyrstu lotukerfinn og var kerfi Mendelejv tekið upp. Út frá eyðum í lotukerfinu sagði hann til um tilvist frumefnana germans, gallíums og skandíums. N. Bohr sýndi síðar fram á, að uppbygging lotukerfisins byggist á rafeindaskipan frumefnana. Ráða má í ýmsa efna- og eðlisfræðilega eiginleika frumefna, t.d. rafeindadrægni, jónuarhæfni og stærð atóm, útfrá stöðu þeirra í lotukerfinu.

Í sögu efnafræðinar þykir þetta ásamt skammtfræðini mikilvægustu framförum manna á þekkingu efna í sögu mannkyns.

[ http://www.howstuffworks.com/ ] - [ http://www.sciencenews.org/ ] - [ http://www.webelements.com/ ]

Endilega skoðið þessa skemmtilegu vefi. Ég vona að þið vitið eitthvað meira um efni núna :D