Ég vil byrja þessa grein á því að segja að flestar tilvitnanir og/eða staðreyndir, ef einhverjar eru í þessum efnum, hef ég úr lifandi vísindi blaðinu, hvaða tölublaði man ég ekki.

Sem mikill ævintýra aðdándi og sci-fi nördi hef ég mikið fylgst með alls kyns þáttum og bíómyndum sem margar hverjar nýta afstæðis kenningu Einsteins heitinns í einhverjum tilgangi, minnistæðast í þessum efnum er án efa Star Trek þættirnir sem nota mikið svo kölluð ormagöng, og svo Time Machine myndin og þó aðalega skáldsagan.

Greinin í lifandi vísindum er um ormagöng (ormgöng?) og hagnýta möguleika þeirra ef þau væru til, en aðalega er fjallað um Tímaflakk og að einhverjir vísinda menn telji það líklegt núna að tímaflakk sé fræðilegur möguleiki.

Eftir að lesa þessa grein breyttist viðhorf mitt til þessara málefna lítið, en ég varð þó nokkuð fræddari um afstæðiskenningu Einsteins og þýðingu hennar.

Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur ekkert efni ferðast hraðar en ljósið, og er það allt gott og blessað og er ég mjög sammála manninum hvað þetta varðar enda er ég mikill aðdáandi hans og hans kenninga. En þó að ekkert komist hraðar en ljósið er ekki þar með sagt að við getum ekki sent geimskip til Alpha Centauri og verið komin þangað áður en ljós kæmist á leiðarenda, eða á innnan við fjóru og hálfu ári.

Kenning Eisteins segir einnig frá einskonar göngum sem að hans mati liggja í gegnum bæði tíma og rúm og hafa vísindamenn áætlað að þessi göng myndist þar sem mikill massi er til staðar. Augljóslega væru þessi göng algengust á þeim stöðum þar sem mesta þyngdarafl hins þekkta heims er, eða í svo nefndum svartholum.

Menn telja svarthol vera fyrsta staðin sem svona fyrirbæri myndi finnast, en málið er að ómögulegt væri að nýta þessi svarthol til ferðalaga þar sem allt sem fer inní þau á þaðan ekki afturkvæmt eins og flestir vita og myndi geimskip sem færi nálægt svartholi kremjast óendandlega mikið á sekúndubroti, ekkert sleppur úr svartholum, ekki einu sinni ljós.

Eins og gefur að skilja er það einn helsti draumur vísindamanns að finna svona göng, og þá utan svarthola. En helsti gallinn við að finna svona göng ef þau eru þá til, sem ég trúi statt og stöðugt, er að staðsetja þau. Enginn veit fyrir víst af hvaða stærðar gráðu þessi náttúrulegu göng eru og hvernig þau myndu líta út á mynd, en samkvæmt kenningum stafar engin geislun af þessum göngum og því er engin leið að staðsetja þau í tómrúmi geimsins.

En hér komum við að því besta, ályktanadrögum og kenningum.

Það sem hingað til hefur verið haldið er að öll svona göng í gegnum rúm geimsins og fjórðu víddina myndu vera of óstöðug efnislega þar sem allt efni er úr jákvæðri orku og myndi því fá geimskip þola ferðina. En nýjar kenningar hafa bygst á því að “ný” tegund af efni gæti verið til í þessum göngum, og gæti það valdið stöðugleika ef efnið myndi, andstætt við öll önnur efni og andstætt öllum lögum eðlisfræðinnar vera neikvæð orka, og því fráhrindandi efni og geta þannig búið til stöðug göng í gegnum bæði rúm og mögulega, tíma.
Þetta efni hefur verið kallað framandi efni, en þar sem enginn hefur sannað tilvist þess er þetta eintómar pælingar og mun það bíða betri tíma til að fá sitt nafn.

Tímaflakk.

Líklega mest spennandi hugtak í eðlisfræðinni og öllum vísindaskáldskap, og það sem heimspekingum finnst líklega messt spennandi varðandi hagnýt ormagöng er möguleikinn á tímaferðalagi.
Þetta litla orð er ekkert smá umræðuefni og ætla ég ekki að íþyngja ykkur mikið með því, en margir eru á því máli, þar á meðal Einstein að ormagöng gætu mögulega verið nýtt til tímaferðalaga, en þá komum við að erfiðri spurningu. Hvað gerist við tímaferðalög ?
Þetta veit enginn, eða allavega enginn sem vill segja frá því og líklega mun enginn vita neitt um þetta efni í mjög mörg ár til viðbótar, en það hefur samt ekki komið í veg fyrir kenningar á kenningar ofan varðandi þetta.
Dæmi er tekið í lifandi vísindi blaðinu um að ef maður færi aftur í tímann til að drepa langa lang afa sinn áður en hann eignaðist börn, hvað myndi gerast?

- Ef hann dræpi þennan forföður sinn, þá myndi það líklega breyta framgangi sögunnar og ef þetta stenst, þá væri það að sanna að heimurinn á sér margar sögur sem skarast oft en skiptast svo aftur upp, hver ákvörðun sem við þurfum að taka gerir margar mögulegar framtíðir.
- Náttúrulögmálið myndi koma í veg fyrir morðið, þessi tilgáta finnst mér hvað undarlegust en það er þó mögulega eithvað vit í henni, þessi ber þó nokkurn keim af örlögum en ég er ekki mikill trúar maður á þau. Þessi kenning byggist á því að náttúrulögmálið myndi gera allt til að ekkert myndi breyta framtíðinni, heimurinn hefur einungis eina sögu og ekkert sem einn lítill maður getur gert breytir henni.


Mér finnst gaman að spekúlera en á erfitt með að færa hugsanir mínar á blað, þess vegna gæti þessi grein litið mjög illa út en hérna ætla ég að skrifa niður nokkrar af mínum hugsunum.

Það er hægt að ferðast um tímann, en til þess þarf að nota ormagöng.
Þetta leiðir af sér að ég trúi á tilvist ormaganga.
Það er ekki hægt að fara aftur í tímann.
Ef það er hægt, þá væri of mikill glundroði sem skapaðist af því, maður sem fer í fortíðina hefur áhrif á of mikið til að hægt sé að trúa því að þetta sé hægt, en maður sem fer til framtíðarinnar og drepur móður sína þar kemur samt ekki í veg fyrir að hann fæðist, hann hefur einungis áhrif á hina óskrifuðu framtíð.

Takk fyrir “tíma” ykkar. :)