100.000. gesturinn í Hlíðarfjall ofan Akureyrar á þessum vetri kom í fjallið klukkan tvö í dag. Sigríður Jónsdóttir frá Húsavík var gestur númer 100.000. Hún var verðlaunuð með vetrarkorti í Hlíðarfjalli næsta vetur og flugferð til Reykjavíkur með Flugfélagi Íslands.

Flugfélagið er í hópi fyrirtækja sem eru „Vinir Hlíðarfjalls“ og styðja við starfsemina. Tíðarfar hefur verið skíðafólki einkar hagstætt í vetur í Hlíðarfjalli. Vertíðin hófst 28. nóvember og stendur enn í miklum blóma með nægum snjó og góðu skíðafæri.

Síðasta opnunarhelgi í Hlíðarfjalli er frá 30. apríl til 2. maí. Þá verður opið á föstudag frá kl. 13-21 og á laugardag og sunnudag frá 9-15.

Mynd tekin af mér: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/24/100_000_gesturinn_i_hlidarfjalli/