Það virðast margir halda að snjórinn sé allur farinn af skíðasvæðum landsins. Það er alls ekki rétt. Ég held ég fari ekki með fleiprur þegar ég segi að það sé ennþá nægur snjór til skíðaiðkunar á öllum skíðasvæðum landsins.

Sjálfur var ég í Bláfjöllum í dag ásamt örfáum ræðum. Ég hef farið mjög reglulega í Bláfjöll allt frá árinu 2000 og ég fullyrði að það hefur ekki verið meiri snjór í Bláfjöllum síðan þá.

Þannig ef þú vilt fara í Bláfjöll í miklum snjó þá er tíminn núna. Á tímum hnattrænnar hlýnunar veit maður ekki hvenær maður kemst aftur í svona mikinn snjó í Bláfjöllum.

Í nótt er spáð snjókomu í litlum vindi. Allir vita hvað það þýðir, púðurdagur og mesti snjór í Bláfjöllum í 8 ár og gott veður. Ekki alltaf sem maður það er í boði.

Þessvegna skora ég á sem flesta að mæta í fjöllin í fyrramálið. Sjáumst þar.
Allt hefur enda, pylsa hefur tvo.