Veit einhver hvort það er hægt að kaupa skíðaskó fyrir extra breiða kálfa? ég gróf upp gömlu skíðin mín fyrir einhverju síðan og ég passa ekki lengur í skóna… þ.e. ég get ekki lokað þeim utan um kálfann á mér. Ég er með mjög breiða kálfa en nota skó númer 39. Ég reyndi að leigja mér skó sem ég gæti lokað fyrir 2 árum en þeir voru nr 43 eða eikvað og þá var ökklinn á mér og fóturinn svo laus að ég gat ekkert skíðað!
Mig langar svo að fara á skíði!!
-Það er snákur í stígvélinu mínu