Að bræða undir skíðin eða brettið sitt. Þeir sem fara mikið á bretti eða skíði ættu að hugsa vel um draslið sitt og bræða reglulega undir. Það er yfirleitt gert til að maður renni betur. Áburðurinn mettar einnig botninn á skíðinu og kemur í veg fyrir að hann sé þurr og eldist illa.
Til að geta brætt undir er lámark að eyga: Plast sköfu Mynd, Combi bursta Mynd, straujárn eða einhverskonar hitað járn til að bræða vaxið Mynd og universal/mettunar vax áburð Mynd.

Plast sköfurnar eru mismunandi í lengd og fer lengdin eftir breiddinni á skíðinu eða brettinu. Skafan þarf að ná aðeins lengra en þvert yfr allt skíðið/brettið. Passið upp á að þegar þið eruð búin að nota sköfuna oft missir hún bitið og þarf stundum að brýna hana aðeins.
Burstarnir eru mismunandi, sumir eru fínir og sumir grófir. Grófari burstar hreinsa upp meira vax úr skíðinu á meðan fínri bustar hreinsa vaxið sem er ofaný sólanum á skíðinu án þess að bursta upp sólann sjálfann. Þegar maður er að setja duft áburð undir hjá sér er líka best að nota bara mjúkann bursta.
Straujárnið er mjög mikilvægt. Það er notað til að bræða vaxið og smyrja það yfir allt skíðið/brettið. Þið megið Ekki! nota straujárnið hennar mömmu ikkar, því það er ekki með réttum hytastillingum og það er með göt í botninum (botninn Verður að vera sléttur). Þegar þið kaupið straujárn verður að kaupa spes straujárn sem er sérstaklega gert til að bræða undir. Best er að kaupa frá Toko eða Swix.
Áburðurinn er mikilvægastur af þessu öllu. Hann er mismunandi eftir hitastigi og gæðum og skiftist í tvo megin flokka: Duft og Vax áburð.
Duftið er dýrast og yfirleitt best. Duftið er í rauninni 100% Fluorocarbon sem lætur skíðið renna mjög vel. Skíðið verður mjög þurrt eftir að maður hefur notað þennann áburð, þess vegna ber að metta skíðið Mjög vel áður en hann er settur á og eftir að maður er búinn að keppa. Hann er einungis ætlaður þeim sem hefur reinslu á að bræða undir og þeim sem er að keppa.
Til eru margar gerðir af vax áburði. Maður getur keift HF (High Fluorocarbon, semsagt fyrir kepni og fyrir þá sem tíma ekki að eyða stórkoslegum fjárhæðum í duft áburð), LF (Low Fluorocarbon, ágætt í kepni), CH (Hydrocarbon, ævingar áburður eða fyrir þá sem fara reglulega að leika sér) og svo universal/mettunar áburð sem er bara afgangar og/eða bræddur vax klumpur með smá Hydrocarbon í (notað til að metta skíðið áður en þú setur einhvað fanzy undir og fyrir þá sem fara bara annað slagið en vilja samt renna aðeins betur en ella).

-
Hvernig skal bræða vax áburð undir

Þegar maður ætlar að vaxa draslið sitt byrjar maður á að festa brettið/skiðið niður þannig að sólinn snúi upp og það geti ekki færst framm né aftur. Síðan skal bursta (með miðlungs stífum eða combi bursta) öll óhreinindi í burtu.
Næst ber að velja áburð við hæfi og gá hvaða hitastig straujárnið á að vera stillt á fyrir þann tiltekna áburð. Stingur straujárninu í samband og passar að það sé á réttum hita svo tekur þú áburðinn aftur og potar honum aðeins í straujárnið (þá tekur þú eftir að hann bráðnar aðeins) og stríkur honum síðan yfir brettið eða skíðið.
Þetta endurtekur þú þangatil áburðurinn þekur allt skíðið eða brettið. Sumir vilja halda staujárninu yfir skíðinu og þrísta áburðinum á það og láta hann drjúpa niður á skíðið (þetta er aðeins gert með ódýrann mettunar áburð, þegar maður er að metta skíðið/brettið).
Síðan tekur þú straujárnið og stríkur yfir allann áburðinn á skíðinu/brettinu og þekur hann yfir allt, passaðu þig á að láta straujárnið ekki standa lengi á sama standa á sólanum því þá betur hann brunnið eða jafnvel bráðnað.
Þegar þessu er lokið lætur þú vaxið kólna alveg niður í svona 10-15 min og færð þér te eða kaffisopa á meðann. Gott er að láta draslið út til að kólna.
Þegar því er lokið tekur þú sköfun þína og skafar meirihlutann af vaxinu af, síðann tekur þú combi eða grófann bursta og burstar sólann þangatil þú hefur náð svona merst öllu vaxinu sem var eftir af.
Síðan bræða þeir sem eru að metta eða eru að fara í kepni aftur undir og endurtaka þetta sem ég var að segja svona 3-8x (bræðið HF og duft áburð aðeins 1x og kanski 2x ef þið eygið mikið af peningum).
Aðrir halda bara áfram með combi bustann sinn og taka restina af vaxinu en aðrir taka mýkri bursta og bursta þangatil þú getur tekið burstann og látið hann renna eða svona skauta á skíðinu (þá er allt faxið farið af og aðeins Fluorocarbonið eða Hydrocarbonið situr eftir).

Góð þumalputtaregla fyrir þá sem eru með svartann sóla er að þegar sólinn er orðinn soldið hvítleitur þarf maður að bræða undir.
Einnig má hafa í huga að þegar maður burstar skíði er mikilvægt að bursta og skafa bara í þá átt sem sem skíðið rennur þ.e.a.s frá hlutanum sem snir fram (tip-inu) og aftur að aftari hlutanum.
Vil ég einnig benda á að allar svona aðferðir og hvaða fyrirtæki framleiða besta áburðinn eru svona nokkurskonar trúarbrögð. Einn maður segir að sumt megi ekki gera og annar segir að það sé bara betra.

-

Allt svona áburðar dót ættia ð vera hægt að kaupa í öllum betri verslunum sem selja skíði og/eða bretti og vil ég líka benda á verslunina Núpur sem er staðsett á Ísafirði og selur hún mikið af þessu. Best er að kaupa svona dót frá Swix, Rodi eða Toko.

Frekari kennslu er hægt að fá hjá SwixSchool og er hún á norsku, þýsku og ensku.


Takk fyri
Afsakið stafsetningar villur…