Snjórinn kominn aftur á ísó! Já! Snjórinn er kominn aftur á ísafjörð! þegar ég vaknaði í morgunn var -10 gráður og einn vinurminn neiddist til að skríða inn um skottið á bílnum sínum til að komst inn þí allar hurðirar voru freðnar.

Skíðasvæðið var flott í dag. Bara púður og svo hart undir. maður varð að passa sig á trjárunnum sem voru hér og þar ef maður var í ótroðnu en brautin var flott. Færið í gilinu var bara alveg ágætt og brettafólkið skemti sér konunglega. Ég var sjálfur á telemark-skíðunum mínum í ótroðnu brekkunum og flaug í gegnum púðrið. Auðvitað skellti maður sér í gilið og var að æfa stökkin.
Veðrið hefur verið með besta móti undanfarna daga, blár himinn, sól og á kvöldin hefur svo verið stjörnubjar og norðurljós hér og þar.

Kvet alla til að skella sér á skíði/bretti og hafa gaman!

*myndin er tekin af old.isafjordur.is
-Crasy
Afsakið stafsetningar villur…