Já mig langaði að segja frá skíðaferð sem ég fór í í gær (10. Jan) sem var alveg geðveik.

Byrjaði allt með því að ég var í skólanum og var ekkert að filgjast með. Svo fór ég einhvað að horfa út um gluggann og hugsaði með mér “djöfull er gott veður”. Þannig að ég skrópaði bara í síðustu 2 tímunum og hjólaði heim. Það mátti sjá bláann himinn sumstaðar og svo var alveg long og ferskur nýr snjór yfir öllu.
Þegar heim var komið fór ég að leita af draslinu og hringdi í Rúnar fósturpabba til að spyrja um snjóflóðaílinn og hlífðarbuxurnar. Hann hafði nú ekki hugmynd um það en spurði mig nú samt hvernig ég ætlaði að komast uppeftir þar sem ég væri einn heima. Ég var MJÖG desperate á skíði og sagðist bara ætla að labba eða einhvað, en honum leist nú ekkert á það þannig að hann sagði mér að hringja í afa og biðja hann um að skutla mér sem hann gerði.
Þegar upp á gönguskíðaskálann var komið henti ég gönguskíðunum og stöfunum inn og geymdi þar því að ég þurfti að fara á ævingu seinna um daginn. Ég var alveg tilbúinn, búinn að taka telemarkskíðin, stafina, bakpokann, símann, harðfisk, banana, vatn og auka jakka og peisu.
Þannig að ég lagði bara í hann. Ferðin byrjar þannig að þú labbar að gömlu topp-lyftuni og svo tekur maður af sér skíðin og labbar upp þar sem lyfturnar fóru í snjóflóðum 1994 og 1997 minnir mig. Ég var soldinn tíma að fara upp enda var mjög mikill snjór og ég var alltaf að stoppa og dást af útsíninu. Á miðri leið gerði ég snjóflóðatest sem gaf mér soldinn skelk í bringu þar sem það var smá snjóflóðahætta og ég var bara einn. En þar sem það var ekki allstaðar og frekar neðalega í brekkunni hélt ég bara áfram. Þegar ég var kominn upp á topp dróg ég djúft andann og viti menn nefið á mér fraus þar sem það voru -15°C uppi. Ég fékk mér smá að éta og tók síðan skíðin af pokanum og setti á mig. Mig kítlaði alveg í magann mig hlakkaði svo til. Ég byrjaði að renna mér, tók beygju og shit ég sökk í púður aðeins upp fyrir hné, það var bara besta moment þessa dags. Þetta gekk bara alveg ágætlega þangatil ég alltíeinu hrasaði og datt en mér til mikillar undrunar hvarf ég bara ofaní púðrið, svo þegar ég var búinn að finna sjálfann mig héllt á áfram og var ekkert smá gaman. Þegar ég var kominn niður á veg tók ég síðann af mér skíðin og labbaði upp á gönguskíðaskála, fékk mér aðeins meira að éta og skipti um föt.
Þegar ég kom út sá ég að þjálfarinn minn var mættur og sagði honum söguna, hún kíldi mig næstum af öfund. Síðan fór ég á ævingu sem var líka skemtileg þar sem rennslið var mjög gott og ég var í einhverju ofur geðveikis kasti og kláraði mig algerlega.
Síðan þegar ég kom heim fór ég bara í sturtu og fór svo í mat til ömmu.

Ég gæti bara ekki verið ánægðari með daginn og núna er ég veikur heima. Ég mæli með því að þið gerið það sama þótt að þið hafið engann til að fara með. Þá farið þið bara til að fara og takið kanski bara mp3 með svo að ikkur leiðist ekki.
Afsakið stafsetningar villur…