Nýja ATI kortið er víst komið til framleiðenda og hefur verið í framleiðslu í þó nokkurn tíma.

Það er meira að segja 50% hraðvirkara en 7800 í sumum tilfellum í leiknum F.E.A.R. og getur skorað 11000+ í 3dmark 2005.

Munið samt að þetta kort á að keppa við væntanlega G71 kortið frá Nvidia sem verður spennandi.

ATI X1900XTX á að koma út 24. janúar eða snemma í febrúar. G71 kemur líklegast einhverjum vikum eftir ATI kortinu sem gefur Nvidia séns á að gera eitthvað sniðugt til að vinna ATI :)

Er sjálfur að plana það að festa kaup á G71 (mun kannski heita Geforce 7900) því ég held að Nvidia taki þessa lotu þar sem það kemur út einhverjum tíma eftir x1900 eins og ég sagði áður.

Hlakka til að sjá samanburð á þessum kortum :)