Nýr 1000w aflgjafi er kominn út, sem er víst nýtt met. Hann er reyndar mjög dýr en hann kostar 500$ (31.858 kr.) + alveg fínn rafmagnsreikningur :)

Hann passar í venjulega ATX kassa, og er víst hljóðlátur og stöðugur.

Get ekki sagt að það borgi sig að kaupa svona kvikindi þar sem að Intel, AMD og fleiri fyrirtæki keppast um að búa til tæki sem krefjast minni orku.

-

Storagereview.com eru einnig búnir að skella út einu review-i á nýja 150 GB Raptor diskinn frá WD. Tékkið á því hér.