Hjálp? Ég ákvað að snúa mér hingað með þessa spurnigu því hérna finn ég líklega færasta fólkið til að hjápa mér.

Hæ, síðan í morgun hefur þessi gluggi poppað upp aftur og aftur og forrist sem heytir SpySheriff segir mér að kaupa sig það sé eina forritið sem geti lagað þetta.
Ég bjóst strax við því að þetta væri spyware svo ég fletti þessu dóti upp á google og fann hvernig ég ætti að eyða þessu, ég fór nákvæmlega eftir leiðbeiningunum og allt fór nema þessi gluggi svo ég fór inná http://www.symantec.com og fann þar meiri upplýsingar hvernig ég ætti að eyða SpySherrif en þessi gluggi bara vill ekki fara!

Veit einhver hvað er að?