Sælir

Ég er að fara að kaupa mér tölvu en er ekki alveg viss hvað ég ætla að fá mér.
Ég ætla að setja saman mína eigin og ég hef verið skoða hluti á netinu og ég vil fá álit ykkar á þessum hlutum og svo vil ég líka fá ráðleggingar ykkur um það sem að ég hef ekki ákveðið.
Tölvan verður notað í allt á milli himins og jarðar. Ég er mikið á netinu og er að fara að fá ADSL þannig að hún verður örugglega í gangi 24/7. Ég ætla nokkuð örugglega að fá mér Windows 200 og setja upp SP3 til þess að fá sem mestan stöðugleika. Ég spila nokkuð mikið af leikjum og þar fer CS fremstur í flokki. Ég nota skannann minn c.a. þriðja hvern mánuð og er aðallega Paint Shop Pro en soldið líka í Photoshop. Ég hlusta mikið á tónlist og er með Winamp í gangi allan dagnn. Svo er ég líka með TV-Out og á eftir að horfa soldið mikið á myndir (DivX aðallega) í sjónvarpinu.
Ég ætla að reyna að eiga sem mest viðskipti við Tölvuvirkni en þeir eiga örugglega ekki allt sem að ég vill.
Ég legg mikið uppúr því að tölvan verði hljóðlát og þessa vegna ætla ég ekkert að OC'a (svo kann ég líka ekkert í þeim efnum). Hún á að kosta innan við 170 þús

Kassi: Ég er búinn að kaupa mér tölvukassann. Það er 340W Svartur Dragon ATX kassi með 4 stórum hólfum (5 og eitthvað úr tommu) og 6 litum hólfum (3 og eitthvað úr tommu) þar af 2 sem að geta notast fyrir floppy drif. Ég keypti þennan kassa notaðan á 10.000kr.

Örgjörvi: Hérna er ég ekki viss. Ég hef verið AMD maður í þónokkra mánuði aðallega vegna þess að maður getur fengið miklu öflugri AMD örgjörva fyrir sama pening og lélegri Intel örra en núna nýlega var Intel að lækka verðið á örrunum sínum og P4 2.5Ghz kostar eitthvað um 200$ úti. Veit einhver hvenær þessi verðlækkun nær til íslands? Hérna þarfnast ég sérfræði álits ykkar. Ég er farin að hallast þónokkuð að P4 einkum vegna hærri FSB heldur en Athlon. Hinsvegar kosta RDRAM meira heldur en DDR-RAM og manni finnst nú eiginlega rambus eina vitið með P4.

Móðurborð: Hérna veit ég náttúrulega ekki ákveðið mig vegna þess að ég veit ekki hvernig örra ég ætla að nota. Ég hef verið að horfa mest á Asus og þar á eftir koma Shuttle og Soyo. Er til Dual CPU móbó fyrir Socket 370? (Via). Ef að þið vitið um eitthvað solleis þá endilega látið í ykkur heyra.

Vinnsluminni: Þetta fer náttúrlega eftir móðurborðinu en ég hef heyrt að Kingston séu með mestu gæðin í bransanum.

Skjákort: Ég ælta að fá mér GF4 Ti4200 og mé líst best á Abit (souliero eða hvernig sem að það er skrifað) þar sem að þeir eru sagðir vera með þeim bestu í skjákorta bransanum. Þar sem að ég þarf er bara einn skjár, TV-Out, (TV-In jafnvel líka) og kannski passive-heatsink. Er til solleis 4200 kort?

Hljóðkort: Ég var að spá í að nota bara sound'ið á móbó'inu til að byrja með og kaupa síðan Audigy MP3+ eða Audigy Bundle. Hvernig reynslu hafa menn af móðurborðs sándkorti eða Audigy kortum.

HD: Hérna er WD 8MB nokkuð pottþétt mál (100-120 GB) en hinsvegar er ég opin fyrir hljóðlátum drifum. Ég ætla að kaupa mér svona gúmmí hringi og ef að það dugir ekki þá ætla ég að fá mér svona NoVibes dót eins og ég var að tala um fyrir nokkru.

Floppy: Ætla að kaupa þetta svarta frá Tölvulistanum. Veit einhver um eitthvað annað svart floppy drif hér á landi.

DVD-Drif: Er að spá í þessu svarta frá tölvulistanum. Hafa menn einhverja reynslu af því drifi?

Skrifari: Ég ætla að nota skrifarann sem að ég á. Mitsumi 8x/4x/32x sem að er alveg nóg fyrir mig.

Mús: Ekkert ákveðið hérna en er að spá í Microsoft IntelliMouse Explorer Optical með tvem geislum á 6 þús. Mér lýst illa á þráðlaust vegna þess að sumir hafa átt í vandræðum með sambandssleysi.

Lyklaborð: Bara eitthvað einfalt með nokkrum auka tökkum. Ég hef að eins verið að spá í svona skiptum lyklaborðum, á einhver solleis lyklaborð og var erfitt að venjast því?

Skjár: SAMTRON 19" 96P 1600x1200@76Hz frá Tölvuvirkni á 31 þús.

Jæja, þetta er svona það helsta. Ég á prentara og skanna og ætla að nota gömlu hátalaran mína.
Now tell me what you think :)

ps. það hljóta að vera einhverjar prentvillur í þessu hjá mér en þið ættuð að skilja þetta.