Ég fékk mér HP prentara (deskjet 3420) og scanjet 3570c og installaði fyrst prentaranum og svo skannanum.

Allt gekk vel en ég var svo beðinn um að restarta tölvunni og þegar því var lokið vill prentarinn ekki prenta eitt eða neitt.

Ég þurfti að installa honum aftur og eftir það tókst mér loks að fá hann til að prenta. En næst þegar ég kveikti á tölvunni datt hann aftur út.

Ég þarf alltaf að installa honum aftur og aftur til að geta prentað.

Er núna búinn að vera með kveikt á tölvunni í hálfan mánuð og hún er orðin eitthvað hægvirk. En ég þori ekki að endurræsa henni útaf prentaranum.

Er einhver sem kann inn á svona prentara vandamál?