Daginn Hugarar.

Er með eina spurningu til ykkar. Þannig er mál með vexti að ég á eina gamla 500MHz vél og var að spá í að setja Windows 2000 á hana til þess að setja inní svefnherbergi til að tengja við sjónvarpið svo ég þurfi ekki að leggja langann TV kapal útum allt frá tölvunni í herberginu sem er í hinum enda hússins. Ég var að spá í að fá mér eitthvað ódýrt skjákort með tv out til að gera þetta og stríma myndir svo bara frá fileserver. Spurningin er þessi, ef ég kaupi kort sem kostar 5k, munu tv gæðin verða verri en í korti sem kostar 15-20k ? Hvað þarf ég að taka tillit til þegar ég kaupi svona kort? Þessi vél mun einungis gegna þessu hlutverki.
Takk

Vél:

AMD K6 500MHz
256mb SDRAM
Soundblaster Live
Windows 2000