jæja elsku bestu vélbúnaðar kanilrassarnir mínir, mikið er langt síðan að ég hef komið hingað til ykkar og sent ykkur lítið sætt skilaboð. þannig er nú það ég ég er að fara að kaupa mér digital myndavél og hef ákveðið að kaupa mér “Fujifilm FinePix S602 Zoom” sem ég er nokkuð viss um að sé svakalegur gripur og styður gripurinn svo kölluð microdrives, sem eru í raun og veru mjög smáir harðadiskar. það sem ég er að pæla í, og er akkurat spurningin sem ég ætla að skella á ykkur, er hvort það sé hægt að kaupa svona microdrive lesara hér á landi. eitthvað sem ég myndi troða í lappann minn eða jafnvel tengi eitt firewire eða jafnvel usb2 tengi. það er reyndar usb snúra sem liggur úr myndavélinni, en mig langar dáldið í meiri hraða, þar sem ég er að fara að kaupa 1gb micro disk og tekur öruglega dágóða stund að færa 1 gb yfir usb.

ég veit ekki afhverju en ég er alfarið ófær um að vera stuttorður. verð alltaf að segja alla sögunna…. Einhverjir ykkar eiga eflaust erfitt með að trúa að ég gæti fyllt þetta gb en málið er að það er video eiginleiki á myndavélinni sem styður 640*480 upplausn og það þarf víst ekki mikið meira en 20 mín video til að fylla þessa elsku.

Fyrir ykkur sem vilja vita hvað þetta mun kosta mig og mína:
myndavélin sjálf: $545 = 47000
1 gb micrdrive: $300 = 26000

samtals 73.000