Ég á eina 5-6 ára gamla 133Mhz, 16mb innra, 4x geisladrif og tilheyrandi tölvu.
Þessi gripur hafði dugað mér vel þangað til fyrir 2 árum þegar hún náði ekki lengur sambandi við prentarann. Ég fór með hana í viðgerð og eftir viku basl var mér tilkynnt að harði diskurinn væri dauður(???). Mér var boðin ný tölva með afslætti og þar sem tölvan mín gamla var svona komin til ára sinna sló ég til. Ég fékk nýja tölvu og var þokkalega sáttur við hana.
En nú var ég að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að koma gömlu tölvuna í gagnið því múttunni langar í tölvu til að skrifa á, senda e-mail, spila capal og svoleiðis shit. Þar sem hún er ekki að fara að spila leiki einsog GTA3 né SOF2 þá er gamla upplögð í þetta verkefni(eða er það ekki?).
Og hér kemur svo spurningin; er hægt að kaupa nýjan(ódýran) harða disk og setja hann í svo gamla tölvu(eða eru nýju diskarnir orðir of ?háþróaðir ?) eða er einhverstaðar hægt að ná sér í gamlan harðadisk til að nota og ef ekki hvað er þá best fyrir mig að gera??
cent
