Ég er með tölvu með innbyggðu þráðlausu korti og kortið virðist ná sambandi, það stendur very good connection en samt sem áður kemst ég ekki á netið í gegnum Internet Explorer, það er eins og vefskoðarinn viti ekki að hann á að nota þráðlausu tenginguna.
Ég hef reynt að fara í Internet options en þráðlausa tengingin kemur aldrei upp neinstaðar í conncetions flipanum og það er allt í tómu tjóni :(
Ef einhver hefur einhverjar hugmyndir um hvernig má laga þetta þá er ég mjög þakklát.

Ég er með nýja Dell tölvu með Windows XP Home Edition og IE 6
Ef einhverjar frekari upplýsingar vantar þá bara að segja til<br><br>Talbína
Talbína