Tölvan mín frýs stundum og loopar seinasta bitanum af hljóðinu sem hún var að spila…þetta gerist aðallega í leikjum en hefur komið fyrir annar staðar…leikir sem þetta gerist aðallega í eru Age of Empires og Age of Wonders II…ég veit ekki af hverju þetta gerist sérstaklega oft í þeim en það koma fyrir tímar þar sem að tölvan bara frýs ekkert og ég bara gleymi þessu vandamáli…núna er ég með Windows 2000 nýlega installað og þetta gerist töluvert oft hjá mér…
Er eitthvað sérstakt sem getur verið orsökin á þessu, hiti á vélbúnaði kannski?
Ég er með kassan opinn…en ég hef tekið eftir því að örrinn er oftast á um 60 gráðum þegar tölvan frýs svona…
Ef þið eruð að spá í að þetta sé minnið þá efa ég það, ég hef prófað að skipta um minni og tölvan hagar sér eins þrátt fyrir það…

Hérna eru speccarnir btw.

Abit KT7A-RAID
AMD 1.2ghz T-bird
Geforce 4 MX460
Realtek netkort eitthvað
Soundblaster Live! Value
Western Digital 20gb 7200 snúninga
Creative DVD 8x drif (drifið sem lætur tölvuna crasha)

keyrandi Windows 2000
Service pakki 2 inná
Via 4in one driverarnir nýjustu


<br><br>—————————
“Light thinks it travels faster than anything but it is wrong. No matter how fast light travels, it finds the darkness has always got there first, and is waiting for it.”

kv. demonz

Einnig þekktur sem Demon, FOX|Demon og Thailog á battle.net (Warcraft 3)