Hefur einhver hérna lent í vandamáli með að p4 sé allt of heitur, eða allavegan miklu heitari en hann á að vera? Minn er tæðar 55°C idle!!!

Ég er með non-overclocked p4 1.8 á MSI 645-Ultra C móðurborði.

Btw veit einhver til hvers þetta aukaplögg fyrir p4 gerir. Ég er ekki með svoleis, en tölvan virkar fínt (fyrir utan hitann, en ég er búinn að ganga úr skugga um að þetta er ekki vandamálið með því að prufa p4 psu.)

Ég og félagi minn gerðum smá tilraun í gærkvöldi. Við erum með mjög svipaðar tölvur, nema hans móðurborð heitir MSI 645-Ultra (ekkert C) og hann er með p4 1.6. Við notum báðir arctic silver. (Hans örgjörvi er einmitt o/c í 2.3 ghz og er mikið kaldari en minn!)

Það sem við gerðum var að skipta um örgjörva, og viti menn, minn varð um 10°C kaldari í hans tölvu og hans varð um 10°C heitari í minni tölvu! Og því spyr ég: Getur verið að hitinn stafi af bilun í móðurborðinu mínu? (btw north bridge-ið mitt er tæpar 40°C!!!) Og er einhver annar með svona móðurborð sem hefur lent í þessu vandamáli?

-Gunni Who