Ég var að kaupa ódýrt DVD drif fyrir tölvuna í Tölvulistanum. Það væri svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað það fylgir enginn hugbúnaður og ekki neitt með drifinu og þegar ég sting minni DVD mynd í drifið kemur ekki neitt. Ég ætla að nota DVD player frá Microsoft en það skiptir ekki máli ekkert virkar.

Ég geri mér ferð niður í Tölvulista til þess að spurja þá hvort ekki eigi að fylgja eitthvað forrit með en nei, þú verður bara að sækja forrit af netinu.

Þannig að mínar spurningar er tvær.
1. Hvaða forrit er gott og hvar finn ég það?
2. Geta þeir(tölvulistinn) selt drif sem kemur í sjálfu sér ekki að miklu gagni nema ég downloadi einhverju forriti?