Núna tók Windows 2000 upp á því að birta ekki nein ikon á skjáborðinu og heldur engan startmenu eða taskbar heldur.
Þess í stað birtist My Documents í Windows Explorer ham!

Allavegana þá er ég frekar fúll og er búinn að gera update á Windows 2000 en það virkar ekki. ég er með mikið af stórum fileum á disknum mínum sem er partitionaður (eða eitthvað) í 4 parta! Ekki spyrja afhverju ég gerði þetta! Þetta eru allt html, asp, Photoshop, Flash og svoleiðis skrár!

Nú kemur spurningin. Get ég tekið harðadiskinn minn úr tölvunni. Keypt nýjan, sett hann í staðinn, sett windows, eða e-h, aftur inn á tölvuna og sett svo gamla diskinn líka þannig að tölvan með nýja disknum skilji enn þá að það eru 4 (já fjórar) partitionir á þeim gamla. Eða heldur tölvan að þetta sé bara 1 partition og sýnir allar skrárnar eða það sem ég kvíði mest fyrir að það eru engar skrár inni á disknum.

BTW. Gamli diskurinn minn (núverandi það er að segja) er settur upp með NTFS system, ef það skiptir einhverju!

Ef þið skiljið eitthvað hvað í andsko* ég er að reyna að segja þá vinsamlegast hjálpið mér …………. takkkkkk!