Heilir og sælir Hugar, -
Smá spekúlasjónir í gangi, -
1.Hvaða kosti hefur það að setja Hub á milli 2. tölva ? - er það eitthvað betra en að nota bara crossover cable á milli netkorta ?
2.Eigið þið góða linka á Netkerfisuppsetningar (lan) ég er nokkuð sjóaður í hardware en hef af einhverjum ástæðum aldrei nennt eða þurft að pæla í uppsetningu á innra neti eða þvílía… - jæja, - þartil núna.
3. Hvað þarf að hafa í huga til að tengja tölvu sem er staðsett annarstaðar (í öðru húsi) inná innra net (VPN-virtual~private~network ?)
allar ábendingar meira en lítið velkomnar…
Kveðja, Codex