Ég keypti mér ASUS ADSL módem í Boðeind fyrir einu ári síðan, það hefur virkað fínt þangað til núna seinustu 3 mánuðina, og er alltaf að versna.
Það sinkar ekki, heldur blikkar bara, eða er alveg rautt eins og það nái engu sambandi. Ég hringdi uppí Símnet, þeir mæla línuna og allt virkar fínt, og þeir segja þá að það sé líklega módemið eða símasnúran, þá fer ég með módemið í Boðeind, en svo hringi ég þangað seinna og spyr um módemið, en allt virðist vera í fínasta lagi, svo skipti ég um símasnúrur, en allt er eins og áður var… það vill ekki sinka! er alltaf rautt þarna niðri í hægra horninu, svo hringi ég aftur í Símnet, og þeir senda mann daginn eftir heim til mín til þess að mæla aftur eða grugga eitthvað, en hann stingur ferðatölvunni sinni í samband við línuna heima hjá mér, en það virkar allt fínt hjá honum!
Svo gleymdi ég að minnast á að ég var búinn að formatta tölvuna, setti upp windows 98, … en nei, það virkar ennþá ekki, svo set ég aftur upp win2k, en það vill ekki fúnkera!
Núna er ég ráðalaus, ég er búinn að gera allt sem ég get og kann, og búinn að borga peninga fyrir ekki neitt!!
Núna skrifa ég þessa litlu grein hingað inn á 56k gamla módeminu mínu, í von um að einhver geti hjálpað mér.

Benni.